Ath. reynt er að hafa allar upplýsingar sem nákvæmastar, dagskrá ferða geta breyst með stuttum fyrirvara. 

Allar ferðir og viðburðir eru birtar á heimasíðunni og á dagatalinu, sem er uppfært vikulega.

Mætingarstig eru alltaf fyrir mætingu á bíl eldri en 25 ára.

Útskýring á dagskrá

Miðvikudagskvöld

Hittingar ef veður leyfir.

Skoðunardagur

Þennan dag mæta félagar með bíla sína í skoðun og síðustu ár hefur hún farið fram hjá Frumherja. Sérkjör eru þennan dag fyrir fornbíla og er það í raun bara opinber skoðunargjöld er verið að greiða. Frumherji hefur boðið í morgunkaffi og grillaðar pylsur á meðan skoðun stendur. Skoðun hefst kl. 9. og stendur til 15. en eftir það er farið í létta ferð. Mikil mæting er á þessum degi bæði af félögum og gestum til að sjá hvað hefur bæst við eftir veturinn. Þeim félögum sem ekki hafa kost á áð mæta á skoðunardag fá sömu kjör dagana 15-30 júní á öllum skoðunarstöðvum Frumherja.

Kvöldrúntur

Mætingarstaður og tími er auglýstur á fornbill.is og fb síðu klúbbsins.  Farin er rúntur um eitthvað ákveðið hverfi og /eða í heimsókn til að skoða safn, fyrirtæki, eða í bílskúr félaga. Í lok ferðar er oft endað á kaffistað þar sem er tilboð fyrir félaga. Mætingarstig er gefið fyrir þessar ferðir, mæting er skráð annað hvort um miðja ferð eða í lok hennar.

Fatadagur

Dagsferð þar sem félagar mæta uppáklæddir í föt frá liðnum árum, oft í anda árgerðar sem þeirra bílaeign er frá, en hvað sem er gengur. Farið er á nokkra staði bæði til að fræðast og hafa gaman af. Farið er í hádegisverð og kaffi saman á völdum stöðum þar sem búið er að semja um tilboð handa félögum. Mætingarstig er gefið fyrir þessa ferð, mæting er skráð annað hvort um miðja ferð eða í lok hennar.

17. júní hátíðarakstur

Árleg keyrsla tengd hátíðarhöldum á höfuðborgarsvæðinu. Mætingarstig er fyrir þessa ferð.

Landsmót

Haldið utan höfuðborgarinnar.  Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að halda Landsmót sumarið 2024, en það er í skoðun.

Helgar- og grillferð

Svipað og landsmót nema ekki er dagskrá um helgina. Grillmatur og drykkir eru í boði klúbbsins um laugardagskvöldið og síðan skemmta félagar sér saman fram á nótt. Mætingarstig er fyrir þessa ferð ef mætt er á bílum eldri en 25 ára um helgina.

Grillferð

Áður var farið í dagstúr út fyrir borgina og endað í grilli sem er í boði klúbbsins, hefur meira breyst í helgarferð. 

Varahlutamarkaður Esjumel

Síðasta „ferð“ sumars, en þá eru bílageymslur klúbbsins á Esjumel opnar til að félagar getið skoðað þær og eins er hægt að finna sér varahluti á lager klúbbsins. Boðið er upp á vöfflur, kaffi og gos. Mætingarstig er fyrir þessa ferð.

Skráning í ferðir

Sumar ferðir kalla á skráningu og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

Aukaferðir

Ýmsar aukaferðir bætast við eftir að dagatal hefur verið gefið út og eru þær auglýstar á fornbill.is og í Skilaboðum. Oft eru þetta ferðir sem eru tengdar ýmsum viðburðum eða óskað hefur verið eftir mætingu fornbíla.