Bíllinn sem við fylgjumst með í dag er sportbíll enska almúgans, sem var nógu smár til þess að hægt væri að geyma hann í reiðhjólaskúr. Þessi er af fyrstu kynslóð þessa merkilegu bíla sem gerðu mörgum efnaminni kleift að eignast sportlegan bíl. Vissulega smár, með 948cc vél, sem náði honum á 100km hraða á rétt rúmlega 20 sekúndum sem þótti gott á þeim tíma. Eyðslan var um 6.6 lítrar á hundraði, og mestur hluti kramsins var ættaður úr Austin A35 og Morris Minor.
Upphaflega stóð til að ljósin væru niðurfellanleg líkt og á td Porsche 928 en til þess að spara var ákveðið að festa þau uppi. Vegna þeirra fékk bíllinn viðurnefnið Bugeye í Ameríkuhrepp en Frogeye í heimalandinu Englandi.
Þessi uppgerð tók rúm 4 ár.