Haldin í Ögurhvarfi 2, Júhú.

 

Mættir eru Ómar, Hafþór, Atli, Kristín, Bjarni, Stefán, Jón Hermann, Gunnar

 

-Stefán segir okkur að Garðar málari sé meðvitaður og tilbúinn í að mála þetta fyrir okkur.  Það liggur fyrir að laga/blett/endurmála gráan vegg austan megin í húsi, jafnframt að mála súlur sem eru grænar eins gráar.  Stefán sér um að ýta við því.

-Allir eru sammála um að setja þrjár stórar flottar myndir af gamalli bílamenningu á vesturveggi á milli súlna.  Eftir er að útfæra nákvæmlega hvernig þetta verður.

-Gunnar er búinn að tala við Örn Sigurðsson hjá IDEX varðandi breytinga á framhurð.  Hann ætlar að skoða þetta fyrir okkur, og gera tillögu um útfærslu.

-Ómar segir okkur að búið sé að greiða 70 miljónir af kaupverði Ögurhvarfs og 10 mil. eru eftir sem greiðast í Maí við afsal.

-Hafþór er með það verkefni að fá einhvern til að bónleysa fyrir okkur gólfið og bóna það aftur.

-Einhverjar umræður um að leigja út bílastæði til bráðabirgða á Esjumelum í þau pláss sem eru laus, en eru þannig séð í leigu.

Stjórn er sammála því að opna ekki á þetta, þar að segja leiga á stæðum í skemmri tíma er ekki í boði.

-Bjarni fer í að skipta um sílender og framleiða lykla í seríu við Esjumel.

-Jón Hermann ætlar að tala við pípara varðandi að fjölga salernum.

-Atli kemur með hugmyndir af skreytingu í glugga að framan og skilti.

-Gunnar sér um að ræða við nágrannan, Skalla um dót/rusl á sameiginlegum svölum

-Bjarni talar við Þóru í Ás og kannar hvort hægt væri að hafa gám hjá henni í smá stund á meðan við tæmum.

-Ómar ætlar að tala við securitas varðandi öryggiskerfi í Ögurhvarfi.

-Gunnar og Kristín eru með eldhús/kaffi málið.

 

                        Fundaritari Gunnar.    Fundi slitið 21.25