Mættir eru Ómar, Bjarni, Stefán, Atli, Jón Hermann, Gunnar og Hafþór
Gunnar gefur skýrslu með hurð. Ekkert gengur að tala við IDEX, en Gunnar sér um að ýta þessu áfram.
Gunnar gefur skýrslu með mögulegan skoðunardag hjá Frumherja í Hafnarfirði laugardaginn 28.5.2022,
Kvartmíluklúbburinn er á fimmtudeginum þar á undan, 26.5.2022.
Skoðunargjald yrði það sama og hjá þeim.
Stjórn samþykkir þetta.
Framkvæmdir í Ögurhvarfi ganga vel, Steini er mættur aftur og farin af stað.
Dætur Sigga Sand ætla að koma í vikuni og gera okkur tilboð um bónhreinsun og endurbónun á dúk.
Ómar er búin að athuga með kaffivél og ætlar að panta hana. Þessi vél er frá Eirvík.
Kostnaður á milli 300-400.000kr.
Píparavinnu er lokið. Eftir er að mála síðustu umferð. Steini verður búin í þessari viku.
Myndir eru tilbúnar og Árni Geir, Steini og Bjarni munu sjá um þær.
Planið er að flytja gám í næstu viku.
Bjarni færi okkur fréttir af númerasmíði, hún gengur fínt og er á svipuðu róli og í fyrra.
Gunnar leggur til að við opnum félagsheimili fimmtudagurinn 21.apríl 2022 eða laugardaginn 23.apríl . Það er samþykkt. Vöfflur og stemming.
Jón Hermann ætlar að raða niður á vaktir á Esjumel og skipuleggja sumarið.
Bjarni ætlar að láta smíða rampa upp á kantstein.
Planið er að skipta um ljós og endurleggja rafmagn fyrir ljós í húsi 3 á Esjumelum.
Gunnar kaupir nýtt vöfflujárn.
Atli ræðir með merkingar utan á húsi, skilti þarf að koma fyrir ofan hurð.
Bjarni kannar með þetta. Fá gaura í Merkingu í að gera þetta fyrir okkur.
Peningamál standa þannig að við eigum um 8.000.000kr og þurfum að greiða 10.000.000kr lokagreiðslu við afsal.
Gera má ráð fyrir þvi að heildarskuldsettning okkar yrði um 10milj.
Skipa þarf kjörnefnd fyrir næsta aðalfund, nokkrar umræður um að skipa Gunnar Sigurðsson rafvirki yrði formaður kjörnefndar.
Stefán fór á húsfund í Ögurhvarfi fyrir okkar hönd. Nokkuð ljóst er að hækka þurfi húsgjald eitthvað. Yfirfara þarf ljós utandyra. Og lagfæra þarf gras á einhverjum stöðum eða setja möl. Svo er einhver leki á þaki sem kíkja þarf á.
Húsgjaldið er í dag 24.000kr á okkar bil. Fyrir liggur að tvöfalda þurfi þetta gjald til að klára þessar lagfæringar.
Einhverjar þreifingar eru um að kanna með hvort þetta var vitað fyrir sölu og hvrt við eigum einhvern rétt áður en við gerum afsal.
Ritari Gunnar Fundi slitið kl.21.20