Mættir Bjarni, Kristín, Ómar, Stefán, Atli, Egill, Jón Hermann

Ómar kynnir ársreikning, staðan er betri en við þorðum að vona.  Stjórn ræðir hvort eigi að taka lán fyrir því sem þarf til þess að klára Ögurhvarf en ómar telur best að bíða aðeins meðan reikningar skila sér fyrir vinnu og öðru til að sjá lokastöðu mála.  Ef heildar skuldir verða undir 8-10m í lok sumars er sennilega best að semja um yfirdráttarlán til árs til þess að þurfa ekki að veðsetja eigur klúbbsins og borga óþarfa lántökukostnað þar sem allt stefni í að við getum klárað þetta alveg á tæpum 2 árum.  Stjórn er þessu samþykk og samþykkir ársreikning.

Gunnar Sigurjónsson mætir til fundar vegna stjórnarkjörs.  Í framboði eru jafn margir og embætti og er í raun óþarfi að halda formlegar kosningar þar sem allir eru sjálfkjörnir.  Stingur Gunnar upp á að kosið verði um allt stjórnarkjör samtímis með handaruppréttingu til þess að einfalda ferlið að augljósri og óhjákvæmilegri niðurstöðu.  Stjórn er þessu samþykk.  Aðalfundur verður haldinn í Ögurhvarfi og er stjórn samþykk að hafa veitingar fyrir fund líkt og síðustu skipti og semja við Skalla um það, hamborgara o.s.frv.

Bjarni fer yfir stöðu framkvæmda og telur upp þau fjölmörgu atriði  sem eftir eru og er stjórn samþykk að klára þetta allt svo sómi sé að.  Hefur Steingrímur Snorrason smiður haft veg og vanda að smíðavinnu sem er ómetanlegt, og hefur hann séð um að fá pípara og dúkara til þeirra verka sem þarf.  Gunnar Örn rafvirki hefur gert mikið fyrir raflagnir og hefur ekki enn sent reikning fyrir sinni vinnu.  Eftir er að gera margt, má þar nefna skápar fyrir bókasafn, slökkvitæki, eldvarnarteppi, merkingar slökkvitækja, setja upp útskilti frá Merkingu, græja myndvarpa ofl.  Stjórn felur Bjarna að versla sófa og borð fyrir „koníaksstofuna“ fyrir um 500þ.  Merking og Armar vinnulyftur hafa reynst okkur afar vel, Merking rukkað okkur aðeins um efniskostnað við prentun mynda í sal og Armar hafa enga reikninga sent fyrir vinnulyftu, lyftara, gámarampi, flutningum o.s.frv. þökk formanni.  Gólfin (linoleum dúkur) voru verkuð upp og eru þau glæsileg þökk manni sem Ómar gjaldkeri fékk til verksins.  Um síðustu helgi var farið í gegnum það sem til var af borðbúnaði og var samþykkt að gefa Hjálpræðishernum það sem væru umfram okkar ýtrustu þarfir í þeim efnum.

Tilboð hefur borist frá Gluggasmiðjunni í fellihurð sem verður 291 á breidd og 220 á hæð að upphæð um 970þ með vsk.  Stjórn samþykkir að ganga til samninga við Gluggasmiðjuna og felur Bjarna að ná góðum samningum og einnig að semja við uppsetningaraðila.

Þegar sérfræðingar gluggasmiðjunnar komu að skoða vegna hurðar var einnig leitað til þeirra að lagfæra opnanleg fög og gera tilboð í rafmagnsopnun.  Var þeirra uppástunga að skipta alveg um fögin og fá þau komplett ný í stað þess að reyna að finna í þetta varahluti og það sem til þyrfti.  Væri ódýrara þegar upp væri staðið að skipta um öll 6 opnanlegu fögin þar sem það væri frekar einföld aðgerð og í stað kæmi verulega vandaðri búnaður með sjálfvirkri lokun osfrv.  Var stjórn samþykk að ef Gluggasmiðjunni tækist að gera okkur tilboð í þetta sem yrði undir 600þ þá færum við í þetta mál hiklaust.

Rætt var afmæli klúbbsins sem verður 19. mai næstkomandi, er 45 árum er náð og er stjórn samþykk að halda veglega uppá þetta og jafnvel hafa þetta opnunardag félagsheimilis.  Þetta ber upp á fimmtudag og er stjórn samþykk því að láta það standa og láta þetta teygja sig inn í helgina.

Gunnar sigurjónsson stakk uppá að klúbburinn myndi heimsækja dvalarheimili í Kópavog líkt og gert var fyrir Covid og er stjórn samþykk að gera það vel og jafnvel hefja ferð þar svo mæting verði góð fyrir gamla fólkið.

Almennar umræður um stöðu mála, stjórn sammála um að framkvæmdir gangi vel og að þetta húsnæði verði okkur til mikils sóma.

fundi slitið 22.30  Fundaritari Bjarni Þorgilsson