Stjórnarfundur FBÍ
13.9.2021
Mættir eru Bjarni, Kristín, Ómar, Atli, Hafþór, Stefán, Jón Hermann, Gunnar og Egill
Umræður um húsnæði sem við fórum að skoðað í Skútuvogi 1. Stjórn fór að skoða þetta, flestir úr stjórn.
Gunnari þykir þetta heldur lítið. Stefán talar um að aðkoma og pláss sé ekki mikið og bílastæði séu að skornum skammti stjórn er sammála því að þetta sé ekki hentugt. Það er afgreitt.
Nokkrar umræður ennþá um Akralind 2, hvort það gæti gengið. Ómar ætlar að fara í Jason fasteignasala segja honum að við séum að missa þolinmæði og við séum að fara að skoða fleiri húsnæði.
Ómar fær leyfir stjórnar til að prófa að bjóða 88.000.000kr og sjá hvort við komumst eitthvað áfram með það.
Stjórn er þessu sammála að nema Jón Hermann er þessu mótfallinn honum þykir þetta of hátt.
Umræður um hvort ætti að takmarka stærð ökutækja i geymslur á Esjumelum. Við erum nokkuð sammála um að reyna að takmarka stærð ökutækja eða hið minnsta að þeir séu gangfærir ef þeir eru mjög stórir.
Atli og Jón Hermann eru að vinnna í uppkasti af nýjum samningi fyrir stæði á Esjumelum.
Uppkast verður tilbúið fljótlega.
Atli talar um húsnæðisleysi okkar í millitíð. Bjarni segir okkur að við séum velkominn í Árbæjarsafni.
Nokkrar umræður um leigugjöld, stjórn er sammála því að hækka gjald á stæðum um 500kr um næstu áramót.
Fundi slitið 21.35