Stjórnafundur FBÍ

9.8.2021

Mættir eru Bjarni, Kristín, Jón Hermannn, Ómar, Atli, Hafþór, Stefán, Gunnar.

 

Bjarni segir okkur frá viðræðum sem í gangi eru um kaup á Akralind 2, Ómar og Bjarni hafi hitt eiganda og spjallað um hugsanleg kaup.

Ekki er komin nein niðurstaða um það.

Nokkrar umræður um þetta og önnur hugsanleg húsnæði.

Ómar óskar eftir því að fá leyfi stjórnar til hans og Bjarna til að gera tilboð í fasteign í Akralind án þess að halda stjórnarfund, það er sammþykkt.

Nokkrar umræður um tilhögun félagsfunda þegar að því kemur.  Þetta þarf að vera létt og skemmtilegt.

Ekki hefur heyrst neitt frá neinum félögum sem boðið hafa fram krafta sína í að sinna ferðum.

Hugmyndir um að vera með léttan rúnt án þess að stoppa á kaffihúsi.  Upphafspuntur og endapuntur, ekki nein mjög skipulögð akstursleið.  Ísbílinn er sígildur.

Nokkrar umræður um rúntamöguleika.

Heimsókn á Selfoss er góð hugmynd.

Engin niðurstaða kom samt með rúnt en sjáum til hvað verða vill.

Ómar tæpir á innheimtum á stæðum á Esjumelum.  Einn félagi er komin langt eftirá.  Við erum að reyna að semja við hann að halda áfram að borga eða hætta að leigja stæði hjá FBI.

Nokkrar léttar umræður um verð á stæðum á Esjumelum, hvort hækka eigi eða halda sama verði.

Nokkrar umræður um að endurskrifa samning fyrir stæði á Esjumela, Atli tekur að sér að kasta þessu upp.  Jón Hermann verður með Atla í þessu máli.

                                                Fundi slitið 21.25