Aðalfundargerð 2021 Fornbílaklúbbs Íslands

Mánudaginn 31. maí 2021 kl. 20

Haldinn í Digraneskirkju, Kópavogi

  1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara

Bjarni Þorgilsson formaður setti fundinn kl. 20:26 og bauð fundargesti velkomna. Hann byrjaði á því að biðja félagsmenn að rísa úr sætum og minnast látinna félaga. Þá stakk hann upp á Örnu Björk Gunnarsdóttur sem fundarstjóra og Svövu Arnardóttur sem fundarritara. Þær væru báðar frá JCI. Samþykkt samhljóma. Arna greindi fundarmönnum frá því að þær Svava væru hvorugar félagsmenn og ættu því engra hagsmuna að gæta um niðurstöðu fundarins. Þær væru á fundinum einungis til að gæta þess að fundurinn fari fram samkvæmt fyrirfram boðaðri dagskrá og almennum reglum um fundarsköp. Engar athugasemdir voru gerðar við boðun fundarins, sjá fskj. 1.1, og lýsti fundarstjóri hann lögmætan þar sem löglega var til hans boðað.

  1. Skýrsla stjórnar og nefnda

Bjarni formaður flutti skýrslu stjórnar og skýrslur annarra nefnda sjá fskj. 2.1. Hann rakti það helsta frá starfi ársins.

  1. Ársreikningur 2020 lagður fram og borinn upp til samþykktar

Ómar Kristjánsson gjaldkeri lagði fram ársreikning fyrir árið 2020, sjá fskj. 3.1 og fór yfir helstu niðurstöður hans. Ársreikningurinn var áritaður af skoðunarmönnum og stjórn. Niðurstaða rekstrar ársins er jákvæð sem nemur kr. 3.697.991,- og eigið fé í árslok er jákvætt að upphæð kr. 152.632.971,-. Að loknum umræðum og fyrirspurnum var ársreikningur samþykktur samhljóða.

  1. Stjórnarkjör

Gunnar Sigurjónsson sá um framkvæmd kosninganna ásamt öðrum meðlimum kjörnefndar. Í sal voru 89 atkvæði.

a. Kosning formanns til 2ja ára
Blár seðill vegna kosningar formanns. Í framboði voru: Bjarni Þorgilsson og Rúnar Sigurjónsson.

b. Kosning þriggja stjórnarmanna til 2ja ára
Grænn seðill vegna kosningar stjórnarmanna til tveggja ára. Í framboði voru: Gunnar Örn Hjartarson, Hafþór Rúnar Sigurðsson, Ómar Kristjánsson, Rúnar Sigurjónsson og Stefán Halldórsson.

c. Kosning þriggja stjórnarmanna til eins árs
Hvítur seðill vegna kosningar stjórnarmanna til eins árs. Í framboði voru: Hafþór Rúnar Sigurðsson, Jón Hermann Sigurjónsson, Kristín Sunna Sigurðardóttir, Rúnar Sigurjónsson og Sigurður Gunnar Andrésson. 

Einstaklingur kom að máli við formann kjörnefndar að lokinni atkvæðagreiðslu í lið 4c og sagðist hafa greitt atkvæði án þess að vera félagi í Fornbílaklúbbi Íslands. Lagt var til að haldið væri áfram með fundinn, tekið væri mark á niðurstöðum þeirra kosninga sem nú þegar væru komnar fram og haldið áfram með kosningar ef allir fundargestir væru sáttir við það. Samþykkt samhljóma.

d. Kosning tveggja varamanna til eins árs
Hvítur seðill vegna kosningar varamanna. Í framboði voru: Atli Vilhjálmsson, Egill Matthíasson og Rúnar Sigurjónsson.

  1. Kosning skoðunarmanna reikninga

Óskað var eftir framboðum í hlutverk skoðunarmanns reikninga. Gunnar B. Pálsson og Ingibergur Sigurðsson buðu kost á sér og voru einróma endurkjörnir. Steini Þorvaldsson gaf kost á sér til vara skoðunarmanns og var einróma kjörinn.

  1. Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga

Gunnar formaður kjörnefndar kynnti niðurstöðu kosninga.

a) Í kosningu til formanns voru 89 atkvæði, ógildir eða auðir seðlar 2. Bjarni hlaut 56 atkvæði og Rúnar 30 atkvæði. Bjarni var því endurkjörinn með meirihluta atkvæða. Sjá fskj. 7.1.

b) Til stjórnarmanna til tveggja ára voru 88 atkvæði, ógildir seðlar 0 og auðir seðlar 0. Gunnar Örn hlaut 30atkvæði, Hafþór Rúnar 29 atkvæði, Ómar 43 atkvæði, Rúnar 26 atkvæði og Stefán 36 atkvæði. Ómar, Stefán og Gunnar Örn voru því kjörnir stjórnarmenn til tveggja ára. Sjá fskj 7.2. 

c) Til stjórnarmanna til eins árs voru 80 atkvæði, ógildir seðlar 1 og auðir seðlar 0. Hafþór Rúnar hlaut 66 atkvæði, Jón Hermann 52 atkvæði, Kristín Sunna 62 atkvæði, Rúnar 44 atkvæði og Sigurður Gunnar 23 atkvæði. Hafþór Rúnar, Kristín Sunna og Jón Hermann voru því kjörin stjórnarmenn til eins árs. Sjá fskj 7.3. 

d) Til varamanna til eins árs voru 80 atkvæði, ógildir seðlar 0 og auðir seðlar 1. Atli hlaut 46 atkvæði, Egill 64 atkvæði og Rúnar 45 atkvæði. Egill og Atli voru því kjörnir stjórnarmenn til eins árs. Sjá fskj 7.4. 

  1. Árgjald, umræður og ákvarðanataka (var fært framar í dagskrá til að nýta tímann, með samhljóma samþykki fundargesta)

Ómar gjaldkeri lagði til óbreytt árgjald, þ.e. 6.500 kr., en fyrir alla félaga. Í ár eru til að mynda einungis fimm sem eru að greiða makagjald. Að loknum umræðum var tillagan borin undir fundargesti og samþykkt samhljóða.

  1. Önnur mál

a) Merki frá Mercedes-Benz Interessen Gemeinshaft. Bjarni formaður bauð áhugasömum að fá merki að gjöf.

b) Rafræn kosning. Óskar Einarsson lagði til að kosning næstu aðalfunda yrði rafræn í stað þessa fyrirkomulags sem nú er. Bjarni formaður nefndi að stjórn hefði kynnt sér málið. Lög klúbbsins gera ekki ráð fyrir þessu en stefnt yrði að lagabreytingu þess efnis á næsta aðalfundi. Óskað var eftir sjálfboðaliðum til að skoða lögin fyrir næsta aðalfund.

c) Kjörnefnd var sérstaklega þakkað fyrir störf sín.

d) Brottvísun úr félaginu. Bjarni formaður óskaði eftir orði fyrir hönd stjórnar. Í kjölfar uppákomu fyrr á fundinum hefur komið í ljós að viðkomandi einstaklingur var félagi og með atkvæðarétt, og hefði farið rangt með mál. Í sjöundu grein laga klúbbsins segir „Stjórn félagsins getur vikið mönnum úr félaginu, eða synjað um inngöngu í félagið ef henni þykir efni standa til“. Stjórn bar undir fundinn að einstaklingnum yrði vísað úr félaginu. Samþykkt með meirihluta atkvæða.

e) Þakkir. Rúnar Sigurjónsson þakkaði fyrir þau atkvæði sem hann hlaut í kosningu.

f) Félagar heiðraðir. Bjarni formaður heiðraði fjóra félaga fyrir fórnfúst sjálfboðaliðastarf í þágu klúbbsins; þá Þorgeir Kjartansson, Jónas Loftsson, Kjartan Friðgeirsson og Guðný Sigurðardóttir.

  1. Fundargerð lesin

Fundargestir ákváðu að samþykkja fundargerðina að henni ólesinni sökum tímaskorts. Samþykkt samhljóma.

  1. Fundi slitið

Fundi slitið kl. 22:59.

 

______________________________                                    ____________________________

Arna Björk Gunnarsdóttir, fundarstjóri                      Svava Arnardóttir, fundarritari