Laugardaginn 26. október næstkomandi frá klukkan 10:00 – 16:00 verður bílageymsla að Silfursléttu 3 opin og ýmsir fornbílavarahlutir fást gefins.
Í tilkynningu frá gefanda segir: ,,Skógasafn var arfleitt að eigum Hinriks Thorarensen og þar á meðal geymslu að Silfursléttu 3 upp á Esjumelum. Það fylgdi arfinum mikið af varahlutum sem safnið hefur lítið að gera við og ákveðið hefur verið að gefa félögum Fornbílaklúbbs Íslands tækifæri á því að eignast þessa varahluti endurgjaldslaust. Ákveðið hefur verið að hafa geymsluna opna laugardaginn 26. október næstkomandi frá klukkan 10:00 – 16:00 þar sem félögum Fornbílaklúbbs Íslands stendur til boða að taka þá varahluti sem þeim þóknast. Varahlutir sem tengjast bílum sem fyrir eru í geymslunni standa þó ekki til boða.“
Þess má geta að Silfurslétta 3 er húsið við hliðina á bílageymslum Fornbílaklúbbsins að Silvursléttur 1 (áður Esjumelum). Gott væri ef eitthvað af þessu dóti yrði einhverjum til gagns, því að varahlutadót sem þarna er og ekki verður tekið mun verða fargað.