Wings & Wheels verður haldið á Tungubökkum í Mosfellsbæ 27 Ágúst 2022.
Þar byrjar dagskrá kl 12:00 með hópakstri traktora, fornbíla og mótorhjóla. Ekið verður upp í Mosfellsbæ og aftur til baka.
Það er ekkert skilyrði að taka þátt í akstri en þeir sem koma eftir að hópakstur er farinn geta bara lagt makindalega niður á bökkum á því svæði sem ykkur er ætlað.
Engin kvöð að þurfa að vera allan tíman og engin tímamörk á komutíma.
Þarna verður flugsýning og veitingar á boðstólum og endar svo með karamellukasti úr flugvél kl 16:30.
Ljósanótt verður haldin 3. September og verður fyrirkomulagið líkt og áður að bíla og ökumenn sem vilja taka þátt í hópakstri í gegnum bæinn verður að skrá fyrirfram.
Mæting um 14:00 og ekið af stað 15:00 frá N1 – Dominos planinu, Hafnargötu 86 Keflavík.
Ekið verður eins og venjulega niður Hafnargötu að Duus húsum þar sem bifreiðunum er lagt.
Kæru félagar, hér að neðan er hlekkur að skráningarformi sem fylla þarf út til að taka þátt. Skráningarnúmar bifreiðar, nafn og kennitölu ökumanns þarf að skrá.
Þetta er að óskum lögreglustjórans á Suðurnesjum og er sjálfsagt að verða við þessu til þess að auka öryggi viðburðarins. Hægt er að skrá fleiri en einn bíl sé ekki endanlega ákveðið á hvaða ökutæki skal farið
https://forms.office.com/r/iKKfgUWddf