Miðvikudagskvöldið 8. mars verðum við með Safnarakvöld þar sem félagar geta komið með sitt “dót”, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt.
Einnig verður félagi okkar Gunnar Jónsson með myndasýningu þar sem hann sýnir blýantsteikningar sínar af skipum frá fyrri tíð en á hann um 50-60 myndir sem verða til sýnis og sölu. Einnig verður hann með 3 glæsileg skipslíkön, tvö fullbúin og eitt i smíðum.
Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.00 og verður vöfflukaffi.
Allir velkomnir !