Nú er komið að opnu húsi þar sem við efnum til prjónakvölds. Húsið opnar klukka 20:00.
Nú ætlum við að efna til prjónakvölds, en slíkur viðburður hefur verið haldinn áður og gefist vel. Hér eru öllum áhugasömum um prjónaskap boðið að koma með prjónadótið sitt og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Af þessu tilefni ætlum við að bjóða öllum gestum kvöldsins upp á nýbakaðar pönnukökur með kaffinu. Hver veit nema eitthverjar bílamyndir verði látnar rúlla á skjanum okkur til skemmtunar.
Missum ekki af þessum einstaka viðburði.
Að sjálfsögðu verður kaffi og kaffiveitingar, sem og pönnukökurnar góðu á boðstólnum.
Allt bílaáhugafólk velkomið.
Stjórnin.
Umsjón kvöldsins er í höndum Stefaníu Hinriksdóttur