Nú er komið að opnu húsi í samstarfi við Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Snigla. ATHUGIÐ að húsið opnar að þessu sinni klukka 19:00, en ekki á sama tíma og venjulega.

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar munu heimsækja félagsheimilið okkar í Öguhvarfi miðvikudaginn 12. febrúar. Tilefnið er 40 ára afmæli Sniglabandsins og munu meðlimir hljómsveitarinnar koma og segja vel valdar sögur frá ferð hljómsveitarinnar til Sovétríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.

Missum ekki af þessum einstaka viðburði og merkilegu umfjöllun um þessa mögnuðu ferð. 

Vegna þess fjölda gesta sem áætlað er að komi á þennan viðburð verður bílastæðið fyrir framan félagsheimilið lokað fyrir viðskiptavini Skalla og hreyfihamlaða. Eru því gestir beðinir um að leggja bílum sínum bakvið félagsheimilið.

Að sjálfsögðu verður kaffi og kaffiveitingar á boðstólnum. 

Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stjórnin.