Þá er komið að síðusta opna húsi í Ögurhvarfi á þessu ári. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Við verðum í jólaskapi á þessu síðasta opnunarkvöldi á þessu ári. Við ætlum að bjóða upp á heitt súkkulaði, nýbakaðar pönnukökur með rjóma, piparkökur, og eitthvað meira jóla jóla og hafa hjá okkur fína stemningu í aðdraganda jólanna. Við ætlum að vera með jólahappdrætti þar sem nokkrir gestir munu eiga möguleika á að vinna jólaglaðning í boði klúbbsins.  

Víð ætlum líka að sýna þetta kvöld hina sígildu og óborganlegu grínmynd ,,Home alone“ með þeim Macaulay Culkin, Joe Pesci og Daniel Stern  í aðalhlutverkum. Myndin er frá árinu 1990. Hún gerist um jól og segir eins og flestir vita frá átta ára dreng sem skilin er eftir heima fyrir mistök þegar fjölskylda hans fer í jólaferðalag, en á sama tíma fara um hverfið bófar í leit að skjótfengnum gróða við að ræna yfirgefið heimili að þeir halda. Myndin er löngu orðin sígild og alltaf gaman að sjá hana. 

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 103 mínútur. Gert verður hlé á myndinni þegar boðið verður upp á heitt súkkulaði, pönnukökur  og veitingar og dregið í jólahappdrættinu. 

Svo mun hann Jóhann Elvis Þorsteinsson koma með glóðheit fornbíladagatöl til að selja okkur. 

Það var mjög gaman hjá okkur í fyrra og nú verður ekki síðra jólastemningarkvöld hjá okkur. Endilega fjölmennum í Ögurhvarfi og missum ekki af stemningunni í Fornbílaklúbbnum þetta kvöld. Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stikla myndarinnar: Home Alone (1990) Trailer #1 | Movieclips Classic Trailers

Við lokum síðan félagsheimilinu að þessu kvöldi loknu til 15. janúar n.k., en þá munum við vera með fyrsta opna hús á nýju ári. 

Stjórnin