Kæru félagar og annað fornbílaáhugafólk
Stjórn Fornbílaklúbbsins vill senda ykkur sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir samfylgdina á liðnum árum.
Miðvikudag 11. desember áttum við dásamlegt kvöld með jólastemmningu í Ögurhvarfi þar sem við gæddum okkur á jólalegum veitingum og horfðum á skemmtilega kvikmynd. Þetta var eftirminnilegt, vel heppnað og skemmtilegt kvöld og erum við í stjórninni þakklát fyrir þáttöku þeirra fjölmörgu sem mættu.
Við minnum á að félagsheimilið okkar er komið í jóla og áramótafrí og opnar aftur 15. janúar með opnu húsi og skemmtilegri dágskrá. Okkur hlakkar til að sjá ykkur aftur þá.
Gleðileg jól
Stjórnin.