Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00.
Á bíókvöldi númer 3 í röðinni þennan veturinn munum við taka til sýningar hina stórmögnuðu kvikmynd L.A. Confidential frá árinu 1997, en hún fjallar á magnaðan og spennuþrungin hátt um spillingu innan lögreglunnar í Los Angeles og upprætingu á henni á sjötta áratug síðustu aldar.
Myndin er prýdd fádæma flottri leikmynd og bílum þess tíma og skartar stórleikurum á borð við Kevin Spacey, Russell Crowe, Guy Pearce, James Cromwell, Kim Basinger, Danny DeVito og David Strathairn, . Þetta er því stórmynd sem engin má láta fram hjá sér fara og ef þú ert búinn að sjá hana að þá er tækifæri á að gera það bara aftur núna.
Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 138 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir.
Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi.
Stikla myndarinnar: LA Confidential (1997) Official Trailer – Kevin Spacey, Guy Pearce Movie HD
Myndin verður sýnd hjá okkur með íslenskum texta.
Stjórnin