Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00.
Á bíókvöldi númer 5 í röðinni þennan veturinn munum við taka til sýningar kvikmyndina American Gangster frá 2007, en hún er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar valdabaráttu í eiturlyfjamafíu í Bandaríkjunum árið 1968.
Myndin er gerð af Ridley Scott en aðalhlutverkin eru í höndum stórleikaranna Denzel Washington og Russell Crowe. Þetta er mynd sem hefur fengið mjög góða dóma og engin ætti að láta fram hjá sér fara.
Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 150 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir.
Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi.
Stikla myndarinnar: American Gangster Official Trailer #1 – Denzel Washington, Russell Crowe Movie (2007) HD
Myndin verður sýnd hjá okkur með íslenskum texta.
Stjórnin