Allt starf í FBÍ er sjálfboðastarf. Eðlilega er vinnuálag stjórnar og nefndarmanna meira, en allir félagar leggja fram þá tíma sem þeir geta í starfið. Kallað er eftir almennum félögum til starfa í stærri verkefnum.
Allir geta starfað í nefnd, en nefndarformenn velja nefndarmenn með sér. Til að komast í viðkomandi nefnd er best að kynna sér starfsemi hennar og gefa til kynna áhuga á að starfa fyrir hana. Félagar eru mislengi í nefndum allt eftir því hvaða tíma hver hefur og er alltaf þörf fyrir að fá nýja menn inn.
Hafi félagi verið virkur í minnst tvö ár samfellt og náð 20 ára aldri, getur hann boðið sig fram í stjórn. Kjörnefnd setur upp kjörlista fyrir stjórnarkjör á aðalfundi með nöfnum a.m.k. fimm kjörgengra manna með hliðsjón af tillögum sem berast kunna frá félagsmönnum. Komi fram tillaga um kjörgengan mann á lista frá 20 félagsmönnum eða fleiri og eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund, er kjörstjórn skylt að virða þá tillögu.
Allir þeir sem hafa greitt árgjald þremur vikum fyrir aðalfund geta kosið.
Margir halda að í FBÍ séu allt gamlir kallar sem eru á þriggja hjóla gufuknúnum vögnum eða felgur séu úr timbri. Elstu bílar félaga eru frá um 1910. Sé skoðuð bílaeign félagsmanna, eru árgerðirnar 1960 – 1979 mest áberandi.
Stefna FBÍ er nú einu sinni varðveisla eldri ökutækja og er pláss fyrir allar árgerðir og tegundir, nauðsynlegt er að sem breiðastur gangfær bílafloti sé til svo hægt sé að sýna lifandi sögu bílsins hér á landi.
Margar konur eru í FBÍ og fer þeim fjölgandi. Fornbílar hafa samt verið meira „stráka“ áhugamál, en eftir því sem fleiri bílar ná 25 ára markinu fjölgar konum sem eiga góða fornbíla. Einnig eru eiginkonur félaga duglegar að taka þátt í starfinu og boðið er upp á maka-aðild þar sem maki greiðið hálft árgjald en hefur öll fríðindi sem félagar njóta.
Meðalaldur félaga er 52 ár, yngsti er 16 ára og elsti 91 ára.
Fjöldi félaga er um 1225, í maí 2018.
Bílar eldri en 25 ára (til 01.01.1989) geta borið gömlu steðjanúmerin. Fyrst þarf að finna laust númer og skrá það á viðkomandi bíl hjá Umferðarstofu. Eftir það er hægt að panta plötur hjá FBÍ.
Fornbílamenn koma á margar samkomur og skemmtanir á hverju sumri. Almenna reglan er sú, að félagar mæta á fornbílum sínum á viðburði, ef óskað er eftir því, sem eru skipulagðir af söfnum, bæjarfélögum eða líknarfélögum . Ef óskað er eftir fornbílum á sérstakan viðburð er best að hafa samband við ferðanefnd eða formann FBÍ með mánaðar fyrirvara, greiðsla til félaga er eftir samkomulagi. Bílar eru ekki í notkun yfir vetur.
Ekki nauðsynlegt, en auðvitað skemmtilegra að vera félagi!
Margir kynnast starfi FBÍ með því að koma með sem gestur eða kíkja á okkur í keyrslu eða á fundi, og enda oftast sem félagar.
Almenna reglan er að bílar 25 ára og eldri fá mætingarpunkta í ferðum. Bílar sem hafa náð 15 ára aldri eru velkomnir með, en verða að halda sig aftast í skipulögðum ferðum og er þeim ekki stillt upp í sýningum. Eins geta félagar komið á einkabílum í lengri ferðir, en aldrei með í keyrslum.
Allir geta gengið í FBÍ, en bara þeir bílar sem orðnir eru 25 ára fá mætingarpunkta í ferðum FBÍ.
Í janúar 2009 tóku gildi nýjar skoðunarreglur fyrir bíla, en þær breytingar sem snúa að fornbílum, 25 ára og eldri, eru að skoða þarf fyrir 1. ágúst óháð endastaf í númeri. Auk þess þurfa fornbílar ekki að mæta í skoðun nema annað hvert ár. Ef ekki er mætt með bíla til skoðunar verður beitt sektarviðurlögum, en þeim sem eru með bíla í langtímageymslu eða uppgerð skal bent á að hægt er að skrá þá tímabundið úr umferð (fá rauðan miða), en þannig má komast hjá því að glata númeraplötum. Bent skal á að skoðunarreglur fyrir fornbíla virka ekki nema búið sé að skrá þá sérstaklega sem fornbíla. Ef það hefur ekki verið þegar gert má finna eyðublað US 115 á heimasíðunni us.is, fara síðan með það á Umferðarstofu og greiða 500 kr. Skoðunardagur Fornbílaklúbbsins og Frumherja í maí verður að sjálfsögðu áfram á dagskrá, enda er alltaf best að vera á nýskoðuðum fornbíl fyrir sumarið.
Opinber skilgreining á fornbíl miðast við að aldur bílsins hafi náð 25 ára aldri frá skráningarárgerð hans. Bifreiðagjöld falla þá niður og hægt er að fá fornbílatryggingu.
Þar sem landið er lítið og erfitt að hafa marga flokka af eldri bílum hefur klúbburinn miðað við þessi 25 ár og er ekki að skilgreina fornbíla nánar eins og er gert víða erlendis þar sem oft er miðað við 25 ár, 40 ár og síðan eldri.
Nei, algengur misskilningur er að viðkomandi þurfi að eiga fornbíl til að ganga í FBÍ. Það er öllumfrjálst að ganga í FBÍ, það eina sem þarf er að hafa áhuga á bílum, sögu eða bara til að styrkja klúbb sem stendur vörð um varðveislu samgöngutækja. Enda eru margir félagar í klúbbnum sem eru ekki með fornbíl en hafa gaman af að fylgjast með okkur.