Bílageymslur og
varahlutalager Esjumel 1 (Silfurslétta 1).

Opnunartími annan hvern þriðjudag (fyrir utan hátíðir) frá kl. 20-22 frá mars út október sjá nánar á dagatali með lokanir.

Sími 660 1763

Ath. stæði er ekki fastur staður heldur pláss í geymslum FBÍ, bíla-geymslunefnd raðar niður bílum í stæði til að fá sem mesta nýtingu.

Tilkynna þarf fyrirfram í síma 660-1763 sé ætlun að taka út bíl, bílar þurfa að koma hálftíma fyrir lokun (21:30 fim). Er þetta gert svo ekki þurfi að endurraða margsinnis í geymslum eins og ítrekað hefur komið fyrir.

 

 

Fornbílaklúbburinn á í dag þrjár geymslur á Esjumel sem nú hefur verið skírður Silfurslétta, sem samtals eru um 1200 fermetrar að stærð og eru þær fullnýttar yfir vetrarmánuðina.

Formaður bílageymslunefndar er Jón Hermann Sigurjónsson í síma 660 1763.

Bílageymslur eru opnar annan hvern þriðjudag (fyrir utan hátíðir) frá klukkan 20:00-22:00 frá Mars út Október.

Smellið hér til þess að opna dagatal Fornbílaklúbbsins þar sem allir viðburðar og opnunardagar eru merktir

Lokað er yfir vetrarmánuðina, frá byrjun nóvember og til endaðan mars. Hægt verður í neyðartilfellum að sækja bíla á þeim tíma en útkall bílageymslumanna kostar 15.000.- kr. Þó skal hafa í huga að ekki er öruggt að hægt sé að sækja bíl að vetri, einkum vegna snjóþyngsla sem geta verið við geymslurnar, en líka vegna þess að geymslur okkar verða ekki opnaðar í vindasömu veðri.

Leiga á stæði fyrir félagsmenn FBÍ frá 1. jan 2022 er kr. 8.800 á mánuði fyrir venjulega stærð af bíl og kr. 14.850 fyrir vörubíla. Sjá nánar í reglum neðar.

Rukkað er mánaðarlega, og reikningar eru eingöngu sendir rafrænt í heimabanka.

Ath. stæði er ekki fastur staður heldur pláss í geymslum FBÍ, bílageymslunefnd raðar niður bílum í stæði til að fá sem mesta nýtingu úr geymslum. 

Nauðsynlegt er að hafa samband við bílageymslunefnd áður en taka skal bíl út, það sparar óþarfa endurröðun og flýtir fyrir ef vitað er um þá bíla sem fara út.

Eingöngu félagsmenn geta fengið leigt stæði og þarf viðkomandi að vera í klúbbnum til að geta farið á biðlista. Best er að senda tölvupóst á formadur@fornbill.is eða hringja í síma 660 1763 vilji félagar komast á biðlista eftir stæði.  

Fornbílaklúbbur Íslands áskilur sér allan rétt til að fjarlæga bíl(a) og hefja innheimtuaðgerðir hafi viðkomandi ekki staðið í skilum með greiðslu fyrir pláss í bílageymslum.

Séu þrír mánuðir liðnir frá eindaga og ekki hefur verið samið um greiðslur er samningur um leigu stæðis sjálfkrafa fallinn úr gildi.

Reglur vegna leigustæða í bílageymslum FBÍ

  • Eingöngu félagar Fornbílaklúbbs Íslands geta sótt um leigustæði.

  • Sé ekki laust stæði getur viðkomandi óskað eftir að vera settur á biðlista.

  • Þegar komið er að viðkomandi á biðlista skal svara innan tveggja daga hvort stæðið verðið tekið annars fer viðkomandi neðst á biðlistann.

  • Ekki er hægt að framselja pláss á biðlista.

  • Leigustæði er ekki hægt að framleigja.

  • Vegna ákvæða leigusamnings vegna vanskila og trygginga getur leigutaki ekki nýtt stæði sitt nema undir bíla sem eru í eigu leigutaka.

  • Leiga á stæðum frá 1. janúar 2023 fyrir félagsmenn FBÍ er:

    Kr. 7.700 á mánuði fyrir bíl undir 4,5m.

    Kr 8.800.- fyrir bíla undir 5m.

    Kr 9.900.- fyrir bíla að 6m. 

    Kr. 14.850.- fyrir bíla 6-7m og/eða yfir 2,1m breiða (vörubíla).

  • Leiga greiðist frá frá þeim tíma sem stæði sé úthlutað þó að ekki sé komið með viðkomandi bíl strax til geymslu.

  • Hafi leigutaki ítrekað verið í vanskilum (án þess að hafa samband við formann geymslunefndar eða gjaldkera FBÍ hafi komið upp tímabundið vandamál með greiðslur) missir hann stæði sitt og getur ekki sótt um stæði nema leggja fram tryggingu fyrir greiðslum.

  • Geymslustæði eru eingöngu leigð undir bíla sem eru 15 ára og eldri.

  • Þegar sótt er um stæði skal taka fram bíltegund svo hægt sé að gera ráð fyrir honum þegar raðað er inn, einnig skal tilkynna með fyrirvara ef breyting verður á því.

  • Hver leigutaki getur verið með 2 stæði að hámarki.

  • FBÍ áskilur sér rétt til að taka bíla af biðlista framfyrir vegna stærðar þegar raðað er inn um haust ef hægt væri að koma fyrir minni bíl sem er ekki fyrstur inn.

  • Ath. stæði er ekki fastur staður heldur pláss í geymslum FBÍ, bílageymslunefnd raðar niður bílum í stæði til að fá sem mesta nýtingu úr geymslum.

  • Tilkynna þarf fyrirfram sé ætlun að taka út bíl, bílar þurfa að koma hálftíma fyrir lokun (21:30 þri). Er þetta gert svo ekki þurfi að endurraða margsinnis í geymslum eins og ítrekað hefur komið fyrir.

  • Tryggingar eru á ábyrgð bíleiganda, mælt er með að bílar séu brunatryggðir.  Engin ábyrgð er tekin á lausamunum í ökutækjum.