Rabbkvöld í Ögurhvarfi
19. febrúar, 2025 20:00 - 22:00
Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur, Iceland
Hefðbundið rabbkvöld. Kaffiveitingar og spjall.
Bíókvöld í Ögurhvarfi
26. febrúar, 2025 20:00 - 22:30
Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur, Iceland
Bíókvöld í Ögurhvarfi. Valin verður eitthver skemmtileg bíómynd og sýnd á tjaldinu okkar. Popp og gos á boðstólnum. Nánar auglýst á fornbill.is hvaða bíómynd verður sýnd þegar nær dregur.
Safnarakvöld í Ögurhvarfi
12. mars, 2025 20:00 - 22:00
Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur, Iceland
Miðvikudagskvöldið 12. mars verðum við með Safnarakvöld
Hið árlega safnarakvöld þar sem félagar geta komið með sitt “dót”,módelbíla, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Það verður nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt til að sýna okkur hinum. Margt athygglisverðra safna, bæði lítil og stór, hefur litið dagsins ljós á þessum safnarakvöldum og því um að gera að missa ekki af þessu og endilega koma með muni á sýninguna.
Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.00 .
Með kaffinu verða brakandi heitar vöfflur.
Bíókvöld í Ögurhvarfi
26. mars, 2025 20:00 - 22:30
Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur, Iceland
Á bíókvöldi sýnum við eitthverja skemmtilega bíómynd og bjóðum upp á popp, gos og kaffiveitingar. Nánar um hvaða mynd verður sýnd má sjá í frétt á fornbill.is þegar nær dregur að hverju bíókvöldi.
Góugleði í Ögurhvarfi
29. mars, 2025 18:30 - 23:59
Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur, Iceland
Við ætlum að efna til góugleði þann 29. mars 2025 og skráning er hafin.
Vegna þess hvað það var gaman hjá okkur fyrra höfum við ákveðið um að endurtaka Góugleði Fornbílaklúbbsins. Við munum halda þetta í félagsheimilinu okkar að Ögurhvarfi 2 laugardaginn 29. mars n.k.
Búið er að panta á staðinn meistarakokkana sem komu í fyrra og þetta árið koma þeir með heilgrilluð lambalæri og grillaðar nautalundir sem og sitt rómaða meðlæti og slá upp tvírétta hlaðborði.
Tónlistarmennirnir sem komu og spiluðu fyrir okkur í fyrra hafa verið endurráðnir og stefnir því í fjörugt og skemmtilegt kvöld hjá okkur.
Verð fyrir hvern félaga er 6.500,- kr og getur hver félagi tekið með sér einn gest á sama verði, hvort sem um ræðir maka eða aðila úr vinahópi eða fjölskyldu. Fólk sem ekki eru í klúbbnum en langar að koma á gleðina getur það, en þá er verðið 8.900,- kr á gest.
Sökum húsnæðisstærðar er takmörkun á fjölda gesta og hvetjum við því alla til að panta tímanlega.
Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda okkur tölvupóst hið snarasta merktan ,,Góugleði“ á formadur@fornbill.is eða hringa í síma félagsins sem er 895-8195 fyrir kl 22:00 mánudaginn 17. mars
Sjá nánar í frétt á fornbill.is
Skoðunardagur í samstarfi við Frumherja
31. maí, 2025 09:00 - 13:30
Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður, Iceland
Hin árlegi Skoðunardagur verður haldinn hjá Frumherja í Dalshrauni 5 laugardaginn 31 maí milli 09:00-13:30. Eingöngu er hægt að skoða bíla sem eru innan við 3.500 kg að heildarþunga þennan dag. Nánar verður auglýst hvernig skoðun verður háttað fyrir þyngri fornbíla þegar nær dregur
Esjumelur - opið (síðasta opnun fyrir vetrarlokun)
14. október, 2025 20:00 - 22:00
Síðasta opnun fyrir vetrarlokun. Næst verður opnað í lok mars 2026.