Það verður opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi 9. apríl. Húsið opnar kl 20:00

Á þessu kvöldi ætlar formaðurinn okkar, Rúnar Sigurjónsson, að sýna okkur ljósmyndir sem teknar voru á bílasýningu í Stuttgart í Þýskalandi vorið 2024.

Myndasýning þessi er framhald af stuttri kynningarsýningu sem haldin var fyrr í vetur, enda er til mikið magn ljósmynda sem teknar voru á þessari stórglæsilegu bílasýningu og það var mikið magn fallegra ökutækja og gripa sem þar var að sjá.  

Hefðbundnar kaffiveitingar verða í boði. Ekki missa af þessari stórskemmtilegu sýningu. 

Endilega fjölmennum og eigum gott kvöld með félögunum. 

Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stjórnin