Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Á bíókvöldi númer 6 í röðinni þennan veturinn munum við taka til sýningar kvikmyndina Taxi driver frá árinu 1976, en hún fjallar um mann að nafni Travis Bickle sem er fyrrverandi sjómaður og hermaður úr Víetnam stríðinu. Travis starfar sem leigubílstjóri í New York borg. Dag einn ákveður hann að bjarga vændiskonu undir lögaldri frá melludólg til að reyna að hreinsa borgina af spillingu og sora.

Myndin er ein af meistaraverkum Martin Scorsese og aðalhlutverkin eru í höndum stórleikaranna Robert De Niro og Jodie Foster. Þetta er mynd löngu orðin klassik og engin ætti að láta hana fram hjá sér fara.  

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 114  mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. 

Stikla myndarinnar: TAXI DRIVER [1976] – Official Trailer (HD) – YouTube

Myndin verður sýnd hjá okkur með íslenskum texta. 

Stjórnin