Á meðan við óskum ykkur öllum gleðilegs nýss árs hefjum við nýtt ár með því að hafa opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi 15. janúar. Húsið opnar kl 20:00
Á þessu kvöldi ætlar varastjórnarmaður okkar, Jón Hermann Sigurjónsson, að sýna okkur ljósmyndir sem teknar voru á bílasýningum í Bretlandi. Bílasýningar þar eru oft mjög áhugaverðar, enda fáar þjóðir jafn miklar varðveisluþjóðir á menningu sína og forna hluti eins og bretar.
Við bjóðum upp á hefðbundnar kaffiveitingar og hlakkar til að sjá ykkur öll á þessari fyrstu opnun á félagsheimilinu á nýju ári. .
Endilega fjölmennum og eigum gott kvöld með félögunum.
Allt bílaáhugafólk velkomið.
Stjórnin