Buick NailHead vélin kom fram 1953 og leysti af hólmi línuáttunna sem hafði verið lengi aðal-vél Buick. Voru þessar vélar framleiddar í mörgum útgáfum allt til 1966. Nailhead eða Naglahaus nafn sitt dró hún af ventlunum sem voru langir og mjóir og minna óneitanlega á stóra nagla vegna óvenjulegrar lengdar á leggnum. Einnig er óvenjulegur frágangur á ventlum, m.a. eru þeir alveg lóðréttir í þessum vélum ólíkt öðrum V8.
Fyrra myndbandið er skemmtileg hraðútgáfa af uppgerð, seinna er ýtarlegt.
Hér má lesa um þessar vélar á Wikipedia