Steðjanúmer

Undanfarin ár hefur Fornbílaklúbbur Íslands framleitt svokölluð steðjanúmer, en klúbburinn keypti á sínum tíma mót og annað þegar þessi eldri númer voru lögð niður og núverandi númerakerfi tekið upp. Nokkur ár tók að fá leyfi til að framleiða og eins að eldri bílar fengju að bera þessar númeraplötur, en leyfi fékkst árið 2002. Mikill metnaður hjá mörgum fornbílaeigandanum .er að bíll hans skarti réttum númerum miðað við aldur bílsins. Mörg númer hafa verið endurvakin sem lengi hafa verið í fjölskyldu viðkomandi, eða þá að viðkomandi bíll fær sitt upprunalega númer aftur. Þeir bílar sem eru framleiddir eftir 1950 til ársins 1989, er nýja kerfið var tekið upp, hafa leyfi til að bera steðjanúmer.

Ath. bílar sem eru skráðir eftir 31.12.1988 geta EKKI fengið steðjanúmer

Pöntunarferill:

1. Skoða þarf hvort viðkomandi númer sé laust, hægt er að skoða hvort viðkomandi númer sé laust hér á vef Umferðarstofu, en sú skrá er ekki alltaf rétt og ítrekað er að panta EKKI númer fyrr er en búið sé að taka það frá hjá Umferðastofu.

2. Næst þarf að skrá viðkomandi númer hjá Umferðarstofu með þessu eyðublaði á viðkomandi bíl. en þar er einnig að finna almennar upplýsingar um notkun fornmerkja.

3. Panta plötur hjá okkur á þessu formi, (ath. FBF tengill Jón G. Guðbjörnsson, BA tengill Jón Rúnar og BS tengill Baldur) einnig er hægt er að hafa samband við okkur í síma 895 8195 á milli kl. 13 og 17 virka daga. Sé pantað fyrir 15. er pöntun afgreidd í byrjun næsta mánaðar (júlí og ágúst eru frímánuðir og er ekki smíðað í þeim).
Ath. Kennitala þess sem pantar þarf að passa saman við þann sem er skráður eigandi viðkomandi bíls, nema að eðlilegar skýringar komi til, t.d. vegna gjafa (enda séu þá til tengls t.d. sama heimilisfang). Ábyrgð liggur hjá okkur að passa að rétt númer séu afgreidd til réttra aðila.

4. Hafi millifærsla verið valin þarf viðkomandi að millifæra til okkar greiðslu svo hægt sé að afgreiða pöntun. Pöntun með kreditkorti fer strax á lista fyrir næstu framleiðslu.

5. Eftir að plötur hafa verið framleiddar fær viðkomandi e-mail um að þær hafi verið sendar til Umferðarstofu í Reykjavík.
Skráður eigandi platanna verður að hringja í Umferðarstofu og óska eftir því að þær verði sendar á þá skoðunarstöð sem hann á viðskipti við.


6. Mæta á skoðunarstöð og skipta út plötum.


Hægt er að skrá ökutæki tímabundið úr umferð án þess að leggja inn númer og hentar það vel sé tækinu lagt til lengri tíma eða sé í uppgerð. Kostnaður vegna þess er kr. 600 og viðkomandi eyðublað er hægt að nálgast hér. Munurinn á þessu og að leggja inn númer er sá að gjöld og tryggingar falla ekki niður

Þessi númer voru í gildi frá 1938 - 31.12.1988
   
A
Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðarsýsla
B
Barðastrandasýsla
D
Dalasýsla
E
Akraneskaupstaður
F
Siglufjarðarkaupstaður
G
Hafnarfjarðarkaupstaður og Gullbringu- og Kjósarsýsla
H
Húnavatnssýsla
Í
Ísafjarðarkaupstaður og Ísafjarðarsýsla
J
Íslenskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli
JO
Erlendir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli
VL
Varnarliðið
VLE
Ökutæki hermanna
K
Sauðárkrókskaupstaður og Skagafjarðarsýsla
L
Rangárvallasýsla
M
Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
N
Neskaupstaður
Ó
Ólafsfjarðarkaupstaður
P
Snæfells- og Hnappadalssýsla
R
Reykjavík
S
Seyðisfjarðarkaupstaður og Norður-Múlasýsla
T
Strandasýsla
U
Suður-Múlasýsla
V
Vestmannaeyjakaupstaður
X
Árnessýsla
Y
Kópavogur
Z
Skaftafellssýsla
Þ
Þingeyjarsýsla
Ö
Keflavíkurkaupstaður

Gjaldskrá fyrir steðjaplötur.

Fyrir félaga Fornbílaklúbbsins
Kr. 15.000 fyrir sett,
kr. 10.000 fyrir staka plötu.


Almennt verð.
Kr. 25.000 fyrir sett,
kr. 20.000 fyrir staka plötu.Smíðadagskrá
Pantað fyrir 15. hvers mán.
er afgreitt í byrjun næsta mán.

Júlí og ágúst, eru frímánuður

Númer er hægt að panta á þessu formi eða í síma 895 8195 á
milli kl. 13 og 17 virka daga

Númer verða ekki framleidd nema greiðsla hafi borist annað hvort sem millifærsla eða með uppgefnu kreditkortanúmeri með pöntun, þetta er viðhaft vegna nýs afhendingarforms hjá Umferðastofu.