Sækja um aðild - Markmið FBÍ

Þú þarft ekki að eiga fornbíl
til að gerast félagi !
Árgjaldið er 6500 kr. en ávinningurinn er margfaldur :
Sérkjör á skoðun (sérstakur skoðunardagur), 50% afsl. fyrir einkabílinn
Lægri tryggingar ! (fyrir alla þína bíla)  
Lægri skoðunargjöld ! (fyrir alla þína bíla)  
Styður félag sem stuðlaði að:
Lægri aðflutningsgjöld (af fornbílum eldri en 40 ára)
Engin bifreiðagjöld af skráðum fornbílum
Leyfi til að bera
steðjaplötur (fram til 1989 árgerð)
 
 
Skemmtilegur félagsskapur ! (fyrir alla fjölskylduna)  
Maka-aðild ! hálft árgjald fyrir maka  
Ekkert árgjald 80 ára og eldri (árgjald fellur niður þegar félagi hefur náð 80 ára aldri hafi hann verið félagi samfelt í 5 ár áður)
 
Sjá nánar um afsláttarkjör félaga
Fornbílaklúbbur Íslands
Fjöldahreyfing bílaáhugamanna !

Markmið FBÍ

Fornbílaklúbbur Íslands hefur það markmið að efla samheldni með áhugamönnum og eigendum gamalla bíla og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Jafnframt vinnur Fornbílaklúbburinn að því að auka áhuga almennings fyrir gömlum bílum og glæða skilning á varðveislu þeirra og minjagildi. 

Allt frá stofnum Fornbílaklúbbsins árið 1977 hefur hann náð umtalsverðum árangri í hagsmunagæslu fornbílaeigenda. Nefna má sem dæmi niðurfellingu bifreiðagjalda og stórlækkun aðflutnings- og tryggingariðgjalda, auk þess sem fornbílar mega nú bera eldri gerðir skráningarmerkja.

Þessi árangur er afrakstur ötuls starfs við að vekja skilning stjórnvalda á varðveislugildi gamalla bíla.  

Fornbílaklúbburinn stuðlar að persónulegum kynnum eigenda fornbíla á Íslandi og hvetur félagsmenn til samvinnu um áhugamál sín, þannig að þeir geti miðlað hverjir öðrum af reynslu sinni og kunnáttu í meðferð og varðveislu gamalla bíla. Umsóknarform
Umsóknarform


Þegar árgjald hefur verið greitt fær viðkomandi félagsskíteini okkar
(sent næstu mánaðarmót) ásamt dagatal FBÍ, penna og lyklakippu merkt klúbbnum, gluggamiða og aðgangsorði að læstum síðum á fornbill.is

Hérna er er hægt að
sjá svör við algengum spurningum um FBÍ