Eldri fréttir - Ágúst 2014

Mynd með frétt
Fornbíllinn í póst

Nú er blaðið okkar, Fornbíllinn 2014, að fara í póst og ætti að berast félögum eftir helgi. Smá tafir hafa verið á útgáfu vegna ýmissa ástæðna, en blaðið lítur vel út og er með ýmsu fróðlegu efni. Um leið er ítrekað að alltaf vantar áhugavert efni fyrir næsta blað og efni óskast sent á joijons@mmedia.is. [21.08]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Gjöf á bókasafnið okkar

Guðni Hjartarson kom í gærkvöldi og færði klúbbnum að gjöf mikið safn af úrklippu-möppum með myndum af bílum, allt sett upp eftir tegund og árgerð. Í allt eru þetta 13 möppur og nóg til að skoða í þeim. Guðni hefur verið að safna þessu saman síðustu 20 ár, en fannst tími til kominn að koma safninu á góðan stað. Við þökkum Guðna vel fyrir þetta safn. [08.08]jsl