Eldri fréttir - Desember 2007

Ómar gefur bíl

Ómar Ragnarsson hefur gefið bíl á góðgerðaruppboð útvarpsþáttarins" Frá A til J" á Rás 2, en andvirði uppboðsins mun víst renna til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Bíllinn sem er 1987 Daihatsu Cuore árg. sjálfskiptur, er kannski ekki orðinn fullgildur fornbíll, en það er stutt í það og víst fáir svona eftir á götunni. Blár að lit, ekinn 92.000 km. og er á steðjanúmerum, með bílnum fylgir húfa sem hann hefur notað í nokkur ár, en á henni stendur „Ég elska frúna" en bara hún er þessi virði að bjóða í pakkann sérstaklega ef menn eru latir við að segja þetta við sína frú. Vefur þáttarinns. [14.12]jsl


Nokkrar uppgerðarsíður

Á Autorestorer er að finna síður um ýmsar uppgerðir eldri bíla. Bæði eru þarna síður yfir verkefni sem eru búin, og eins þau sem eru í gangi, mislangt komin, einnig tenglar og greinar um uppgerðir. Eflaust geta einhverjir fundið þarna tengla eða annað sem gæti hentað í þeirra eigin verkefnum. [13.12]jsl/gös


Skemmtilegt safn

Memoryville U.S.A. er safn í Missouri sem blandar saman fornbílum og munum sem sýna fyrri lífshætti í smábæjum. Þetta er ekki bara safn þar sem þarna fer einnig fram viðamikil uppgerð á fornbílum fyrir eigendur bíla. Svona blanda gerir heimsóknir í söfn skemmtilegar fyrir alla fjölskylduna, enda eru ekki allir sem hafa áhuga á að skoða bara bíla. Í dag er áberandi hversu mikið er lagt upp úr að stilla upp sýningargripum í sínu eðilegasta umhverfi í stað þess að hrúga hlutum í glerskápa og loka inni. Sérstaklega er þetta áberandi á söfnum í Bretlandi þar sem bætt er við hljóðum, hreyfanlegum brúðum og jafnvel lykt. [12.12]jsl/gös


The Complete Motoring Gift Shop

Hérna er tengill á skemmtilega búð á netinu þar sem hægt er að finna ýmsa gjafavöru fyrir bílaáhugafólk. Meðal annars eru þarna plaköt, DVD myndir, skilti og fl. Þar sem þessi verslun er í Bretlandi þá ætti að vera tími til að panta fyrir jól. motorgifts.co.uk [10.12]jsl/gös



443 milljónir

Eins og hefur komið fram í fréttum undanfarið þá var elsti gangfæri Rolls-Royce seldur á uppboði Bonhams í London um daginn. Þetta er bara ekki hæsta verð fyrir Rolls-Royce, heldur er þetta hæsta verð sem hefur verið greitt fyrir fornbíl sem er framleiddur fyrir 1905. Áður hefur 1884 De Dion Bouton farið á 223 milljónir og 1912 Rolls-Royce Silver Ghost Double Pullman Limousine á 188 milljónir. Þessi Rolls-Royce sem var seldur núna er frá árinu 1904, tveggja sæta með 10hp vél. Þetta er víst fjórði bíllinn sem Charles Rolls og Henry Royce smíðuðu. Hann var fyrst sýndur í París um haustið 1904 og síðan á Olympia Show í London í febrúar 1905, en uppboðið núna var einmitt haldið í Olympia sýningarhöllinni. Skotinn Kenneth Gillies var fyrsti eigandi bílsins en nokkru seinna var hann gefinn Percy Binns, Yorkshire, sem afmælisgjöf í tilefni 21 árs afmælis hans. Percy átti hann í 30 ár en bíllinn fór smá saman í niðurníðslu þar til Oliver Langton, Rolls-Royce áhugamaður og kappaksturkeppandi, fann hann og eignaðist árið 1950 og gerði hann upp. Þetta er eini Rollsinn sem fær að taka þátt í London-Brighton rallinu þar sem hann er framleiddur fyrir 1905 og tók hann þátt í því fyrst árið 1954. [07.12]jsl


Kruse International Auction

Nýlega var þetta uppboð haldið í Auburn, Indiana, og þarna voru nokkrir skemmtilegir trukkar sem sjást ekki oft á svona uppboðum. Hérna er hægt að sjá nokkrar myndir frá uppboðinu og eins úrslit þess eftir tegundum. Svona uppboð gefa ágætis hugmynd af verðlagningu fornbíla, en verð er alltaf að breytast og fer auðvitað eftir ástandi og eftirspurn á hverjum tíma. [06.12]jsl



Vélhestur

Eitthvað svoleiðis gæti þetta apparat hafa heitið hér á landi, en erlendis var þetta kallað "Autohorse". hugmyndin er fín og auðvelt að sjá þróun yfir í nútíma dráttarbíla fyrir tengivagna. Hérna er hægt að sjá smá meira um "Autohorse" en það er að finna á síðu sem er með ýmislegt gamalt efni svo sem myndir og annað sem gaman er að skoða. Lítið annað er að finna á netinu um "Autohorse" nema að Bert R. Parrott var hugmyndasmiður þess og One Wheel Truck Company framleiddi það, Parrot var einnig forstjóri Dorris Motors Corporation sem framleiddi "lúxus" bíla á árunum 1906 til 1926, en á tímabili var rætt um að sameina Dorris við Haynes og Winton, en varð ekki af. Enn eitt dæmið um nöfn sem hafa horfið en voru með brautryðjendum í bílaframleiðslu. [05.12]jslgös



Minnsti bíllinn

Án efa þá er einn bíll sem vekur alltaf athygli á sýningum og söfnum þar sem hann minnir meira á leikfangabíl frekar en farartæki, en þetta er Peel P50. Þessi bíll var framleiddur á eyjunni Isle of Man sem er undan ströndum Bretlands. Það voru um tvær gerðir framleiddar frá 1963 til 1966. Peel P50 sem var fyrir einn, þriggja hjóla með 49cc Zweirad Union vél og Peel Trident tveggja sæta, þriggja hjóla og með sömu vél, en nokkrir voru með 99cc Triumph Tina/T1. Ekki er alveg á hreinu hversu margir Peel voru framleiddir en líklegast voru það ekki fleiri en 200 í heildina. Hérna er hægt að sjá aðeins meira um þessa bíla. Í dag er hægt er að fá Peel og marga aðra smábíla, svo sem Goggomobil Dart, Brutsch Mopetta og Messerschmitt sem kitt-bíla með nútíma vélum. Að lokum er hérna tengill á myndbrot úr þætti Top Gear en þar fer Jeremy Clarkson í vinnuna (bókstaflega) á Peel P50. [03.12]jsl