Forsíða - Fréttir

English Share/Bookmark fornbill.is á youtube
Dagskrá er alltaf sett inn á þriðjudögum eða degi á undan viðburði,
aðrar fréttir eftir því sem þær berast.
Bílaskrá uppfærð þann 30-11-2018   Sendu okkur ábendingu um fréttBíókvöld Hlíðasmára, 12. desember

Sýnum hina klassísku jólamynd National Lampoon's Christmas Vacation, en þar fer Chevy Chase á kostum þegar Griswold fjölskyldan heldur jól ásamt ættingjum. Sýning hefst kl. 21, piparkökur og heitt á könnunni.


FBF Myndakvöld, 11.desember

Sýnd veður myndin Christine frá 1983, en þar fer 1958 Plymouth Fury með aðalhlutverkið. Tvímælalaust ein af topp bílamyndum sem hafa verið gerðar. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [11.12]jsl


Félagsskrá uppfærð

Loksins hefur verið tími til að uppfæra félagsskrá á netinu, með nýjum félögum og bílaskráningum þeirra. Heldur lítill tími er um sumarið til að vinna í þessu, svo stundum safnast upp upplýsingar. Nokkrar uppfærslur verða síðan á næstu mánuðum þar sem eftir er að vinna úr breytingum sem hafa komið í ljós út frá mætingarskráningum í sumar, einnig á eftir að vinna úr myndum sem hafa safnast upp. Núna er líka enn auðveldar að senda inn myndir af bílum, ef þær vantar á skráningu, þar sem nýtt skráningarform opnast ef smelt er á "Senda okkur mynd".
www.fornbill.com/felagaskra/bilarfelaga/bilarfelaga [29.11]jslBíókvöld, 28. nóvember

Sýnum þetta kvöld ævintýramyndina Herbie the Love Bug frá 1968, VW Bjölluna sem hafði sinn eigin vilja og lenti auðvitað í ýmsum ævintýrum. Sýning hefst kl. 21, kaffi og með því á 500kr. [27.11]jslSteðjanúmer og pantanir fyrir áramót

Frestur til að panta plötur fyrir áramót er föstudaginn 30. nóvember, smíðað verður síðan aftur í lok janúar 2019. Panta númer. [18.11]jslMyndakvöld og prjónakvöld, 14. nóvember

Sýnum stuttar klippur úr The Red Green Show , en í þeim eru sýnd ýmis hagnýt ráð enda fátt sem er ekki hægt að laga með “duct tape” og heimareddingu. Sama kvöld ætlar Kristín Sunna að vera með prjónahittingSýning hefst kl. 21 og heitt á könnunni. [13.11]jslFBF Myndakvöld, 13. nóvember

Sýndur verður partur úr Car SOS þáttunum þar sem þeir félagar gera upp Willys. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [13.11]jslBíókvöld, 31. október

Í tilefni hrekkjavöku þá sýnum við Christine frá 1983, en þar fer 1958 Plymouth Fury með aðalhlutverkið. Tvímælalaust ein af topp bílamyndum sem hafa verið gerðar. Sýning hefst kl. 21. [29.10]jsl


Verðlaunaafhending, 17. október

Fyrir neðan er listi yfir þá sem hljóta viðurkenningar fyrir mætingar sumarið 2018, en Ferðanefnd mun veita þau miðvikudagskvöldið 17. október. Húsið opnar kl. 20:30 og er boðið upp á kaffi og meðlæti. [16.10]jsl

4004 Halldór Rúnar Guðmundsson 21
2291 Björn Magnússon 20
2600 Bjarni Þorgilsson 18
4012 Sveinn I. Gíslason 17
1624 Árni Þorsteins. / Guðný Sigurð. 16
1523 Rúnar Sigurjónsson 16
2604 Sigurður Ásgeirsson 16
1719 Steingrímur E. Snorrason 15
2883 Símon Arnar Pálsson 14
700 Björn Gíslason 12
3237 Guðmundur B. Pálsson 12
793 Ársæll Aðalsteinn 11
2377 Garðar H. Garðarsson 11
587 Ragnar Jóhannsson 11


Borgarnes 9. október

Þriðjudagskvöldið 9. okt. kl. 20.00 verður endurtekið efni á boðstólnum þ.e. nokkrir þættir af gömlum dráttarvélum og áhugamönnum í þeim efnum; áður sýnt 10.3.2015. Það er því orðið tímabært að rifja þetta upp. Framleiðandi er HJ TÓKATÆKNI kvikmyndagerð. Heiti þess þáttar sem sýndur verður á þriðjudagskvöldið er Dráttarvélar á Íslandi 1940-1980, varðveisla og uppgerð gamalla véla og er þá fyrri hluti. Raunar er hér um tveggja diska hulstur að ræða með heildarsýningartíma upp á 161 mínútu (meira en 2 og 1/2 klst.) svo varla verður gerlegt að sýna nema annan diskinn á einu kvöldi. Áætlaður sýningartími því um 80 mínútur Húsið opnar kl. 19. Heitt á könnunni. [08.10]jsl


Leitað eftir Peugeot 404 eigendum

Mike Tippett í Kanada hafði samband við okkur og óskar eftir að komast í samband við Peugeot 404 eigendur, en hann tilheyrir Le Club 404 sem stendur fyrir heimsskráningu þeirra Peugeot 404 sem eru ennþá í notkun. Hann hefur t.d. komist að því að líklega eru 4 á skrá hér og alls hafa 259 verið afskráðir, en eldri skráningar Samgöngustofu er nú ekki þær bestu sem til eru. Hægt er að hafa samband við Mike á tippett@shaw.ca [05.10]jslInnflutningur bíla

Félagi okkar Hlynur Ásgeirsson hefur verið að aðstoða fólk við innfluting fornbíla og er upplagt fyrir fólk að hafa samband við hann sé það í svoleiðis hugleiðingum. amrika.is [04.10]jslMynda- og prjónakvöld 3. október

Miðvikudagskvöldið 3. október sýnum við part úr Car SOS þáttunum þar sem þeir félagar gera upp Willys. Sýning myndar hefst kl. 21. Sama kvöld ætlar Kristín Sunna að vera með prjónahitting í fundarherberginu. Kaffi og með því á kr. 500. [02.10]jslTilboð á 6 Volta rafgeymum

Skorri vill bjóða félagsmönnum 35% afslátt af 6 Volta geymum, 77Ah 360 Amper. Stærð 215 x 169 x 184 mm lbh. Fullt verð er kr. 23.900,.verð til félaga kr. 15.535. Nánari upplýsingar hér. [10.09]jsl


Grillrúntur (1), 29. ágúst

Síðasti kvöldrúntur sumarsins. Mæting í Hlíðasmára kl 20:00, brottför kl 20:30. Ekið eins og leið liggur á Esjumel þar sem ferðanefnd ætlar að grilla fyrir félaga. [28.08]jsl


Varahlutamarkaður (1), 26. ágúst

Árlegi varahlutamarkaður klúbbsins, að venju verða vöfflur með rjóma aðal aðdráttaraflið. Auðvitað er upplagt líka að kíkja á lagerinn hjá okkur og sjá hvort það sé örugglega ekki eitthvað sem vantar heim í skúr. Opið er á Esjumelnum milli 13 og 16. [25.08]jsl


Auka - Wings & Wheels (1), 25. ágúst

Fornvélasýningin Wings´n Wheels fer fram á Tungubökkum í sjöunda skiptið laugardaginn 25. ágúst og stendur frá 12-17. Gamlar flugvélar, gamlar dráttavélar, gamlir bílar, gömul mótorhjól og margt annað skemmtilegt. Til stendur að hefja viðburðinn á skemmtilegum hópakstri dráttarvéla, bíla og tækja inn á svæðið. Verður nánar kynnt þegar nær dregur. Viðburðurinn er haldinn af Flugklúbbi Mosfellsbæjar í samstarfi við Fergusonfélagið á Íslandi og bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Hlökkum til að sjá þig á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ! Aðgangur er ókeypis! Sjá meira hér. [23.08]jsl


Kvöldrúntur í samstarfi við Volvo-klúbb Íslands (1), 22. ágúst

Mæting kl 19:30 á planið við Skautahöllina í Laugardal. Brottför kl 20:00. Akstur um Voga- og Laugarneshverfi, stefnt er að því að enda í ísbúð. (10. kvöldrúntur - í stað þess sem þurfti að fresta þann 11.júlí) [18.08]jsl


Auka - Blómstrandi dagar (1), 18. ágúst

Mæting er kl. 13 á plani við íþróttahús, aðstaða og hressing fyrir bíleigendur í íþróttahúsi. Viðvera er til 16. [16.08]jsl


Kvennarúntur (1+1)

Mæting við félagsheimilið í Hlíðasmára kl 19:00. Brottför kl 19:20. Ekið eins og leið liggur suður í Garð, þar sem áætlað er að njóta kaffiveitinga og leiðsagnar um sýningar í byggðasafninu og Garðsskagavita. Í vitanum eru tvær sýningar, hvalasýning, þar sem eru meðal annars teikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg, og norðurljósasýning. Kostnaður er 2000 krónur (kaffi, vaffla, aðgangur og leiðsögn um sýningar). Eins og venjan er býður ferðanefnd kvenfólki, en karlar sjá um sig sjálfir. Fulltrúi ferðanefndar mun taka við greiðslu áður en lagt er af stað í ferðina. [07.08]jsl


Dagsferð (2), 22. júlí

Mæting er á Esjumel kl. 9:30 og brottför er kl. 10 og verður haldið til Borgarnes þar sem við förum í kaffi og skoðum safnið. Áætluð viðvera þar er 2 tímar. Síðan er haldið áfram til Hraunfossa þar sem verður borðað. Um kl. 15-15,30 er síðan farið til baka og komið við hjá einum félaga okkar og bílasafn hans skoðað. Deginum síðan lýkur með frjálsri heimferð.

Auka - Mörkin dvalarheimili (1), 21. júlí

Heimsókn félaga í fyrra var vel heppnuð og vakti mikla kátínu heimilisfólks og því verður leikurinn endurtekinn. Mæting er kl 13 og viðvera er til kl 15. [19.07]jsl


Kvöldrúntur (1), 11. júlí Rúnti er frestað vegna veðurs

Mæting í Hlíðasmára kl 19:30. Lagt af stað kl 20:00 og ekið eins og leið liggur til Keflavíkur. Safnast verður saman á planinu við Fitjar (Hagkaup og Bónus) áður en við ökum Hafnargötuna að Duushúsi. Í Duushúsi verður kaffi og léttar veitingar gegn vægu gjaldi. [09.07]jsl


Fatadagur í Árbæjarsafni 1.júlí (1)

Árlegur fornbíladagur í Árbæjarsafni verður sunnudaginn 1. júlí. Gamlir bílar, gömul hús og öldruð klæði eiga vel saman og eru félagar hvattir til að mæta á fornbílum sínum, klæddir í stíl við aldur bíla sinna og eiga þar ánægjulegan dag innan um fögur hús og skemmtilegar sýningar, meðan að samborgararnir skoða glæsivagnana. Mæting er í safnið kl. 13 og verða bílarnir hafðir til sýnis á öllu svæðinu til kl. 16. Kaffi fyrir félaga í neðsta svarta húsinu. Ath. Leggið dreift um safnið og hjá sem flestum húsum. [22.06]jsl


Vegna aflýsingu Landsmóts á Selfossi

Þegar undirbúningur átti að hefjast á tjaldsvæðinu Gesthús (hádegi fimmtudags) var strax ljóst að koma okkar var ekki eins velkomin og hefur verið í gengum árin og var okkur tjáð að fremsti hluti svæðis væri frátekin fyrir campera og okkur bent á að það yrði “umferðastjórnun” um helgina og greinilegt að okkar plön og vani skipti litlu. T.d. væri gámur okkar fyrir og annað álíka. Nokkrir félagar sem höfðu komið fyrr og voru búnir að greiða fyrir sína aðstöðu höfðu einnig lent í gremju og skætingi frá starfsmanni tjaldsvæðis.

Fyrr í sumar var snögglega tilkynnt að öll hús væru frátekin og ekki væri neitt laust fyrir félaga svo þeir sem vanir voru að gista urðu að leita annað.

Afstaða eiganda tjaldsvæðis síðasta fimmtudag var öll á þann veg að vægi túrista væri meiri og hefði heldur verið rýr innkoma frá okkar gistingu á svæðinu, þótt síðustu ár hafi alltaf verið að ítreka hvað gaman væri að hafa okkur og hvað við skiluðum svæðinu í góðu standi. Formaður landsmótsnefndar ásamt öðrum nefndarmönnum sem voru á staðnum tóku þá afstöðu að við værum ekki lengur velkomin og óþarfi að vera meira fyrir eigendum tjaldsvæðis, enda stefndi í að ekki hefði verið hægt að hafa það skipulag sem mótið hefur haft og búast mátti við sífelldum árekstrum um skipulag.

Hefur verið ákveðið að hafa lítið landsmót í staðinn á tjaldsvæðinu Borg í Grímsnesi (Minni Borg), og á laugardaginn verður bílum stillt upp fyrir framan félagsheimilið þar. Mótið verður í “gamla stílnum” án okkar tjalda, hljóðbúnaðar og annars húllumhæ, en ákveðið hefur verið að grilla á laugardagskvöldið þó svo ekki sé sameiginlegt borðhald.
[22.06]jsl


Því miður þá er landsmóti á Selfossi aflýst, minni útgáfa verður haldin á Minni-Borg, sjá frétt fyrir neðan.

VEGNA LANDSMÓTS :
Félögum Fornbílaklúbbsins hefur verið boðið tjaldstæðið að Minni Borgum í Grímsnesi. Þar erum við velkomin og er gjaldið pr mann 1.000.- og rafmagn 1.300.- pr sólarhring. Þetta verður Minna-Landsmót að Minni Borgum og vegna skamms fyrirvara verður minna um dýrðir en áður var ætlað. Komum saman og gerum góða helgi á nýjum stað. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og sundlaug er við hliðina á tjaldstæðinu. Gerum það besta sem hægt er úr erfiðri stöðu kæru félagar og látum ekki skemma helgina okkar.
Landsmót Fornbílaklúbbsins 22. – 24. júní

Fyrrverandi Landsmótsnefnd mun halda eitt mót enn og er það allra síðasta mót sem nefndin mun halda og síðan er það undir félögum komið hvort einhverjir vilja halda mót í framtíðinni.

Fimmtánda landsmótið á Selfossi verður haldið helgina 22. – 24. júní. Aðal liðir verða á sínum stað en ekki endilega af sömu stærð og hefur verið, þar á meðal hópakstur austur og keyrsla um Selfoss kl. 20:30 sem endar með mótssetningu og kjötsúpa BKS verður á sínum stað.

Að venju verður laugardagurinn helgaður sýningu bíla, kynningum á bílum, markaður með handverk o.fl., "skottmarkaður" varahluta, vöfflusala, o.fl. Grillið verður auðvitað á sínum stað um kvöldið, en þá verður búið að loka svæðinu fyrir gestum. Á laugardeginum geta félagar keypt miða í grillið í Krambúð og hjá nefndarmönnum (framvísið félagsskírteini), hver miði kostar kr. 500. Eingöngu verður afgreitt til þeirra sem hafa miða, hver miði gildir einu sinni og er þetta gert svo allir sitji við sama borð.

Sunnudagurinn verður með léttu og rólegu móti, félagar raða upp þeim bílum sem eru á svæðinu og á milli 13:30 og 14:00 verða pylsur grillaðar fyrir félaga og móti síðan slitið formlega kl. 16. Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað sem hentar þeim um þessa helgi, en áhersla er lögð á að hafa hana fjölskylduvæna eins og venjulega, enda hafa félagar verið taldir til fyrirmyndargesta á Selfossi. Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir félaga Fornbílaklúbbsins.

Gistigjöld ber að greiða við komu hjá Gesthúsum. Í þjónustumiðstöð á tjaldsvæðinu er hægt að fá morgunverðarhlaðborð milli kl. 09:00 og 11:00. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og mótið er að finna á: www.fornbill.is og á www.facebook.com/fornbill/ Mótið er haldið í samvinnu við Árborg. [19.06]jsl


Hátíðarakstur (1), 17. júní

Árlegur þjóðhátíðarakstur verður sunnudaginn 17. júní. Ath. Ekki verður stoppað í miðbænum til sýningar heldur verður endað í Árbæjarsafni og bílum stillt þar upp. Eins og síðustu ár verður farið frá plani Háskólans í Reykjavík (Nauthólsvegi), mæting þar er kl. 11 og farið verður þaðan í lögreglufylgd um kl. 12 eða þegar lögregla kemur til að fylgja okkur. Ekið verður út Nauthólsveg, Bústaðaveg, Snorrabraut og síðan niður Laugaveg, Lækjargötu og síðan áfram Sæbraut og endað í Árbæjarsafni þar sem bílum verður stillt upp til kl. 16. Kaffi verður í aðstöðunni þar sem við vorum áður fyrr.

FBF Hátíðarakstur (1)

Kl. 10.00 verður Samgönguminjasafnið opnað og bílar teknir út. Kl. 10.00 - 13.30 verður frjáls tími til akstur um bæinn og nágrenni. kl. 13.30 uppstilling fornbíla hjá sundlauginni. kl. 14.00 – til 16.xx viðvera með fornbíla hjá sundlauginni Kl. 17.00 skulu bílar af safninu vera komnir til baka út í Brákarey.

BS Hátíðarakstur

Dagskráin 17. júní hefst kl. 10 með morgunkaffi fyrir félagsmenn í félagsheimilinu í Hrísholtinu, síðan er farinn rúntur um bæinn. Milli kl. 12 og 13 er uppstilling bíla í miðbæjargarðinum, þar sem hátíðarhöld fara fram eftir kl 13.


Ísrúntur (1), 06. júní

Mæting kl 19:30 á Olísplani við Rauðavatn. Lagt verður af stað í Hveragerði kl 20:00, ekið eins og leið liggur um Þrengslaveg. Tekið verður á móti okkur í Kjörís, Austurmörk 15, þar sem boðið verður upp á skoðunarferð og ís. [05.06]jsl


Fjölsk. og húsdýragarður (1), 2. júní

Eru félagar beðnir um að mæta með bíla sína milli kl. 9 og 10 um morguninn og er aðkoma frá Holtavegi (beygt niður af Langholtsvegi við Beco). Mikilvægt að bílar séu mættir fyrir kl 10 því þá opnar garðurinn og bílaumferð ekki æskileg. Frítt verður í leiktæki fyrir börn þeirra sem mæta með bíla. Morgunkaffi og grill eftir hádegið. Viðvera bíla er til kl. 15. Fjölmennum! Ath – breyting! Borð og bekkir verða ekki á staðnum í þetta sinn og því er fólki bent á að taka með sér stóla og jafnvel borð. Regnhlíf gæti líka verið góð hugmynd. [31.05]jsl


FBF Skoðunardagur (1), 26. maí

Fornbílaskoðun hjá Frumherja í Borgarnesi laugardaginn 26. maí frá kl. 9.00 til 12.00. Þeir fornbílaeigendur sem eiga bíla á Samgöngusafninu bera sjálfir ábyrgð á því að færa sína bíla til skoðunar eða að fela það öðrum.

Skoðunardagur / Rúntur (1+1), 26 maí

Hinn árlegi skoðunardagur Fornbílaklúbbsins verður laugardaginn 26. maí, skoðunarstaður verður hjá Frumherja Klettagörðum 11 (ET) frá kl. 09 til 13, og verður morgunkaffi í boði Frumherja og síðan verða grillaðar pylsur á meðan beðið er eftir skoðun. Skoðunargjaldið er kr. 3400 fyrir hvern fornbíl, en það verð gildir aðeins fyrir félagsmenn FBÍ, BA FBF og BS og því er nauðsynlegt að taka gild félagsskírteini með.

Rúntur eftir skoðun
Léttur bæjarrúntur, lagt verður af stað eftir að skoðun lýkur, þó ekki fyrr en kl 13:30.


Opnunartími bílageymslna fyrir skoðunardag, 25. maí

Vegna skoðunardagsins 26. maí verða bílageymslur klúbbsins við Esjumel opnar föstudagskvöldið 25. maí frá klukkan 20.00 til 23.00. Þeim félögum sem hyggjast sækja bíla sína fyrir skoðun er bent á þessa tímasetningu. [24.05]jsl


Aðalfundur (1), 23. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands 2018

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 23. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Skýrslur helstu nefnda
4. Ársreikningur 2017 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5. Stjórnarkjör
a) Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
b) Kosning tveggja varamanna til eins árs
6. Kosning skoðunarmanna reikninga
- - - Kaffihlé - - -
7. Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8. Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin og leiðrétt
11. Fundi slitið
Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2018 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Mætingarstig er eingöngu fyrir mætingu bíla eldri en 25 ára.
[22.05]jsl


Kvöldrúntur (1), 16. maí

Kvöldrúntur í Mosfellsbæ. Mæting í Hlíðasmára kl. 20, lagt af stað kl 20:30 í bæjarrúnt um Mosfellsbæ. Endað verður á Blikastöðum þar sem Fergusonfélagið er með aðstöðu. [10.05]jsl


Dagsferð í Hvalfjörð í samstarfi við Digraneskirkju (2), 13. maí

Digraneskirkja fer í safnaðarferð sunnudaginn 13. maí í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Mæting er í Digraneskirkju kl. 9 og þá fá menn smávegis morgunhressingu áður en við röðum okkur í bílana. Lagt af stað klukkan 10 og keyrt eins og leið liggur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar mun sr. Kristinn Jens Sigurþórsson taka á móti hópnum og segja frá stað og kirkju. Í hádeginu þiggjum við hádegisverð í Vatnaskógi þar sem KFUM&K reka sumarbúðir og kirkjan hefur sent fermingarbörn sín til uppfræðslu mörg undanfarin ár. Við rennum í hlað á Hernmámssetrinu að Hlöðum, þar sem Gaui tekur á móti okkur og við fáum kaffi og kleinu sem er í verulegri yfirstærð. Nauðsynlegt er að skrá sig, bæði þau sem ætla að þiggja far og þau sem ætla að annast akstur. Skráning er hér Þátttökugjald er kr. 2.000 á mann (kaffi, matur, aðrar veitingar og leiðsögn – niðurgreitt af Digranessöfnuði og Fornbílaklúbbnum)

Vorsýning FBF og Rafta, 12. maí

Fornbílafjelag Borgarfjarðar og Raftar Bifhjólafjelag Borgarfjarðar munu halda sína vorsýningu á Brákarey laugardaginn 12. maí. Væntanlega verða mörg flott hjól þarna til sýnis og svo auðvitað úrval bíla frá Vesturlandinu. Sýningin er opin á milli kl. 13 og 17, ókeypis aðgangur. Miði í Hvafjarðargöng fyrir fornbíla. [10.05]jsl


Bílamessa (1), 10. maí

Þessi árlega óhefðbundna messa sem er í raun meira tónleikar með smá messuívafi, enda er séra Gunnar í klúbbnum og veit vel hvað á við. Einar Clausen syngur að venju og Sólveig organisti leikur undir. Eins og fyrri ár ætlum við að hittast við kirkjuna kl. 19.30 og messa hefst kl. 20. Eftir messuna býður klúbburinn ásamt kirkjunni upp á kaffiveitingar. [08.05]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Ragnar Geirdal, lést í lok april. Ragnar var búinn að vera í klúbbnum í mörg ár og var hann duglegur að mæta í ferðir hér áður fyrr, en síðustu ár verið meira að mæta á rabbkvöldum til að hitta eldri félaga. Ragnar hefur alltaf verið mikið í bílaviðgerðum og hefur komið að mörgum uppgerðum en seinni ár hefur hann verið viðloðandi safnið á Ystafelli og tekið þátt í verkefnum þar. Útför verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. maí kl. 13. Óskað er eftir því að félagar mæti á sínum fornbílum. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [07.05]jsl


Dagsferð í Hvalfjörð, skráning í ferð

Digraneskirkja fer í safnaðarferð sunnudaginn 13. maí í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Mæting er í Digraneskirkju kl. 9 og þá fá menn smávegis morgunhressingu áður en við röðum okkur í bílana. Lagt af stað klukkan 10 og keyrt eins og leið liggur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar mun sr. Kristinn Jens Sigurþórsson taka á móti hópnum og segja frá stað og kirkju. Í hádeginu þiggjum við hádegisverð í Vatnaskógi þar sem KFUM&K reka sumarbúðir og kirkjan hefur sent fermingarbörn sín til uppfræðslu mörg undanfarin ár. Við rennum í hlað á Hernmámssetrinu að Hlöðum, þar sem Gaui tekur á móti okkur og við fáum kaffi og kleinu sem er í verulegri yfirstærð. Nauðsynlegt er að skrá sig, bæði þau sem ætla að þiggja far og þau sem ætla að annast akstur. Skráning er hér Þátttökugjald er kr. 2.000 á mann (kaffi, matur, aðrar veitingar og leiðsögn – niðurgreitt af Digranessöfnuði og Fornbílaklúbbnum) [04.05]jsl


Eindagi árgjalda

Minnum á að greiða þarf árgjald fyrir 3. maí, til að haldast inni á félags- og póstskrá, en eftir þann tíma detta menn sjálfkrafa út og um leið missa þeir afsláttarkjör félaga. Greiða þarf einnig tímanlega til að fá sérkjör á skoðunardegi. [28.04]jsl


Videó Hlíðasmára, 25. apríl

Sýnt verður videó frá heimsókn síðasta haust á “Railway in Wartime 2017” en þá helgi færast fjórar lestarstöðvar á vegum North Yorkshire Moors Railway til baka til WWII og fólk klæðir sig upp í anda þess. Húsið opnar kl. 20.30, sýning byrjar kl. 21 [24.04]jsl


Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands 2018, 23. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 23. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Skýrslur helstu nefnda
4. Ársreikningur 2017 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5. Stjórnarkjör
a) Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
b) Kosning tveggja varamanna til eins árs
6. Kosning skoðunarmanna reikninga
- - - Kaffihlé - - -
7. Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8. Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin og leiðrétt
11. Fundi slitið
Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2018 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Mætingarstig er eingöngu fyrir mætingu bíla eldri en 25 ára.


Kjörnefnd minnir á framboðsfrest

Kjörnefnd vill minna á að framboð, og eða tillögur, um breytingar á lögum verða að berast kjörnefnd mánuði fyrir aðalfund sem verður 23. maí. Að þessu sinni verður kosið um 3 stjórnarmenn og 2 varamenn. Hægt er að hafa samband við Grétar í síma 892 1413 eða á gretarpall@simnet.is Nánari upplýsingar um aðalfund er að finna á fornbill.is [22.04]jsl


Kæru klúbbsmenn og konur.

Mig langar að bjóða meðlimum Fornbílaklúbbsins að taka þátt í bílasýningu sem ég verð með í Fjarðabyggðarhöllinni Reyðarfirði 1. júlí næstkomandi. Ég hef nóg pláss og hef áhuga á að fá alla flotta bíla í heimsókn allt frá landbúnaðarjeppanum, herbílum, sportbílum, limosínum, ofurjeppum og hvaðeina sem gleður augað. Sé áhugi að mæta með bíla til okkar þá langar mig að biðja menn um að senda mér tölvupóst á netfangið: gislibirgir61@gmail.com eða í síma 8537055 eða 8405841. Best er að hafa góðan fyrirvara og hafa samband fyrr en seinna. Bestu kveðjur með von um góða mætingu.
Gísli Birgir Gíslason [17.04]jsl


Myndasýning Hlíðasmára, 11. apríl

Félagi okkar Sr. Gunnar Sigurjónsson mun sýna okkur bílamyndir frá nýlegri ferð sinni um Ástralíu. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Kaffi og meðlæti á kr. 500.

FBF Myndakvöld, opið 19-22

Þriðjudaginn 10. apríl verður sýnd mynd frá brezku fornbílamóti þar sem fram fer m.a. sérstök kynning á völdum milli- og eftirstríðsárabílum (Classic Vintage and Post War Cars), flestir brezkir en einnig annarra landa bílar. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [19.03]jsl


Safnarakvöld Hlíðasmári, 21, mars

Þetta kvöld mæta félagar með sitt “dót”, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt. Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.30, kaffi og meðlæti á kr. 500. [19.03]jsl


Myndasýning Hlíðasmára, 7. mars

Félagi okkar Jón Hermann mun sýna okkur myndir frá 2 söfnum sem hann heimsótti á síðasta ári, Riverside Museum í Glasgow og svo Jysk Automobile Museum, Danmörku. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. [06.03]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Rögnvaldur Rögnvaldsson, lést þann 11. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi eftir baráttu við krabbamein. Rögnvaldur var búinn að vera í klúbbnum í nokkur ár og var hann duglegur að mæta í ferðir þegar hægt var vegna vinnu sinnar. Sálumessa hefur þegar farið fram í kyrrþey að hans ósk. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [25.02]jsl


Afsláttur hjá Frumherja

Eins og síðustu ár mun Frumherji bjóða félögum 50% afsl. af skoðun einkabílsins (bíll yngri en 25 ára) en í stað afsl. miða er nóg að framvísa 2018 kortinu. Skoðunarstöð mun gata kortið til staðfestingar á nýtingu afsláttar og að sjálfsögðu þarf viðkomandi bíll að vera skráður á viðkomandi félaga eða á sama heimilisfang. [12.02]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning Hlíðasmára, 14. febrúar

Sýnum trukkamyndina “White Line Fever” frá 1975 með Jan-Michael Vincent. Fjallar um mann sem er að berjast við mafíuna sem stjórnar flutningakerfinu. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Kaffi og með því á 500kr.

Mynd með frétt
FBF Myndakvöld, 13. febrúar

Fræðslumynd um einn stærsta námutrukk sem er í notkun, Liebherr T284 en hann getur borið allt að 363tonn. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [12.02]jsl


Nýtt form til að senda okkur myndir

Nýtt form fyrir bílaskráningu er komið á fornbill.is, bæði á forsíðu og eins “Fyrir félaga - Ýmis form”, er auðvelt að senda með því myndir af viðkomandi bíl. Ath. Skráningar fara ekki sjálfkrafa inn á netið en unnið er úr þeim eftir því sem tími er til. [05.02]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning Hlíðasmára, 24. janúar

Fræðslumynd um sögu 007 Bond myndanna, viðtöl við alla sem hafa leikið Bond og auðvitað farið yfir sögu Ian Flemming. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Heitt á könnunni. [22.01]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning Hlíðasmára, 10. janúar

Fræðslumynd um einn stærsta námutrukk sem er í notkun, Liebherr T284 en hann getur borið allt að 363tonn. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Heitt á könnunni. [08.01]jsl


Mynd með frétt
FBF Myndakvöld, 09. janúar

Fræðslumynd um sögu Mersedes-Benz. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [08.01]jsl


Þorrablót FBÍ 03. febrúar

Þorrablótið 2018 verður haldið laugardaginn 03. febrúar. Verð með mat er kr. 5.500 og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Blótið verður að þessu sinni haldið í Gala-salnum, Smiðjuvegi 1. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [03.01]jslGoogle
WWW Leita á fornbill.isSækja dagatal FBÍ


Fyrir Android

Ertu ekki að fá póst eða e-mail frá okkur?
Ef ekki smelltu þá hér.

Senda inn skráningu á bílaeign

Félagsheimili FBÍ er
Hlíðasmára 9, 3. hæð.
Opið er á milli 20.30 og 23.

Dagskrá er á miðvikudagskvöldum
eða eftir annari auglýstri dagskrá.

Kt: 490579-0369
Banki 0135-26-
reikn. 000530 v/númera
reikn. 000929 v/árgjalds


Sími FBÍ er 571 4011
miðvikudaga 21 - 23.
Varahlutasala 660 1763
Umsjón salar 699 8614

Utan þess tíma er hægt að ná í formann FBÍ í 895 8195
á virkum dögum milli 11-17.


Bílageymslur og
varahlutalager Esjumel 1.

Opið fimmtudaga kl. 20 - 22
lokað í desember, sjá nánar á Dagatali með lokanir.

Sími 660 1763
Skype: geymslur.fbi


Samstarfsklúbbar