Forsíða - Fréttir

English Share/Bookmark fornbill.is á youtube
Dagskrá er alltaf sett inn á þriðjudögum eða degi á undan viðburði,
aðrar fréttir eftir því sem þær berast.
Bílaskrá uppfærð þann 16-12-2016   Sendu okkur ábendingu um frétt


Kvöldrúntur (1), 26. apríl

Fyrsti kvöldrúntur sumarið 2017 verður á dagskrá þetta kvöld. Mæting og upphafsstaður er við geymsluhúsnæði N1, sem er á móti Landvélum, Smiðjuvegi (rauð gata). Þar geta félagar skoðað ýmislegt sem N1 hefur varðveitt úr sögu sinni og eins verða 1-3 bílar þeirra á staðnum. Brottför er áætluð eftir kl. 21 (fer eftir hvenær félagar eru búnir að skoða). [25.04]jsl


Afmæliskvöldverður 20. maí

Stefnt er að halda hátíðarkvöldverð í tilefni 40 ára afmæli klúbbsins þann 20. maí, en Fornbílaklúbburinn var stofnaður 19. maí 1977. Kvöldið verður haldið í sal Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni 6. Verð fyrir félaga er kr. 7.500 fyrir mat og skemmtun og er sala miða hafin. Eftir 8. maí verður ekki hægt að falla frá miðakaupum. Að sjálfsögðu er síðan bar fyrir þá sem vilja eitthvað eftir kaffið, vín með mat er ekki innifalið. Hægt er að senda póst á fornbill@fornbill.is, eða í síma 895 8195 og eins í félagsheimilinu á miðvikudagskvöldum. Við pöntun þarf að ganga frá greiðslu (gefa upp kortanúmer/gildistíma ef í mail eða í síma) og síðasti söludagur miða er 8. maí.

Matseðill:
Forréttur: Sherrý-bætt skógarsveppasúpa
Steikarhlaðborð: Blandað ferskt sjávarréttasalat Laxa-rósir með sólseljusósu Grafin nautalund með eldpipar og fersku kryddi Valhnetuhjúpaður lax Villikryddað og glóðarsteikt lambalæri Romm-gljáðar kalkúnabringur
Desert: Frönsk súkkulaðiterta með rjómatopp ásamt ferskum og marineruðum berjum Kaffi [13.04]jslFræsðukvöld í Hlíðamsára, 05. apríl

Ferguson-félagið mun fræða okkur um starfsemi þeirra og kynna félagið, en eins og nafnið gefur til kynna þá snýst félagið um dráttarvélar. [05.04]jsl


Safnarakvöld, 29. mars

Þetta kvöld mæta félagar með sitt “dót”, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt. Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.30, kaffi og meðlæti á kr. 500. [27.03]jsl


FBF Myndakvöld, 14. mars

Sýnum fyrri part af “Coltrane´s Planes & Automobiles” en þar fer leikarinn Robbie Coltrane á lifandi og skemmtilegan hátt yfir sögu véla. Í þessum parti tekur hann fyrir gufu- og díselvélina og “supercharger” sem gaf vélum 50% meira búst og gjörbreytti kappakstri á sínum tíma. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [13.03]jsl


Afmæliskvöldverður, 20. maí

Stefnt er að halda hátíðarkvöldverð í tilefni 40 ára afmæli klúbbsins þann 20. maí, en Fornbílaklúbburinn var stofnaður 19. maí 1977. Kvöldið verður haldið í sal Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni 6. Verð fyrir félaga er kr. 7.500 fyrir mat og skemmtun og er sala miða hafin (matseðil er hægt að sjá í mars Skilaboðum).

Hægt er að senda póst á fornbill@fornbill.is, eða í síma 895 8195 og eins í félagsheimilinu á miðviku-dagskvöldum. Við pöntun þarf að ganga frá greiðslu (gefa upp kortanúmer/gildistíma ef í mail eða í síma) og síðasti söludagur miða er 8. maí. Eftir 8. maí verður ekki hægt að falla frá miðakaupum. [09.03]jslFræðsluferð, 08. mars

Að þessu sinni mun Fossberg taka á móti félögum í heimsókn og sýna um leið vöruúrval þeirra og gildandi tilboð, en Fossberg er gamalgróið og þekkt fyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 1927 og þar með 90 ára í ár. Mæting er beint í Fossberg, Dugguvog 6, kl. 20. [06.03]jsl


Kjörnefnd minnir á framboð

Kjörnefnd vill minna á að framboð, og eða tillögur, um breytingar á lögum verða að berast kjörnefnd mánuði fyrir aðalfund sem verður 24. maí. Að þessu sinni verður kosið um formann, 3 stjórnarmenn og 2 varamenn. Hægt er að hafa samband við Grétar í síma 892 1413 eða á gretarpall@simnet.is Nánari upplýsingar um aðalfund er að finna á fornbill.is [04.03]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning í Hlíðasmára, 22. febrúar

Miðvikudagskvöldið 22. febrúar mun félagi okkar, Hlynur Tómasson, sýna okkur myndir frá síðustu Daytona ferð (frá nóvember 2016). Myndirnar verða ekki sérstaklega kynntar en venjulega byrja fljótt umræður og spurningar um bíla og eru þá margir til að svara. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [18.02]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Myndir frá þorrablóti

Árlega þorrablótið okkar var haldið 11. febrúar og höfðu 122 félagar skráð sig fyrir miðum. Að venju sá Kjötsmiðjan um matinn, en undir borðum sá veislustjóri um söng og skemmtun. Hrafnar sáu síðan um að halda uppi fjöri á dansgólfinu frá kl. 23 til 01. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [16.02]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 8. febrúar

Höldum áfram að sýna þætti úr seríunni “Wheels That Fail”, sem eru klippur úr umferðinni, mistök, árekstrar, furðutæki o. fl. í gamansömum tón. Síðustu þáttum var vel tekið og mikið hlegið. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [07.02]jsl


Mynd með frétt
Ofurdagur fyrir kort- og lykilhafa Fornbílaklúbbsins, 3-5 febrúar


Mynd með frétt
Andlát

Þann 21. Janúar s.l. lést fyrrverandi formaður Fornbílaklúbbsins, Kristinn Snæland. Kristinn var formaður árin 1990 til 1993 en var einnig nokkur ár sem formaður ferðanefndar. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [24.01]jsl


Mynd með frétt
Þorrablót 11. febrúar

Þorrablótið 2017 verður haldið laugardaginn 11. febrúar. Verð með mat er kr. 5.000 (fyrir félaga) og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Eins og í fyrra þá verður blótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Þar er hægt að hafa fleiri í sæti, þar sem síðustu þorrablót hafa verið að stækka. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [19.01]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 18. janúar

Á dagskrá er myndin TRAFIC, eftir J. Tati, þar sem Monsier Hulot tekur að sér að flytja bíl til sýngarhallar, en á leiðinni verða auðvitað ýmis vandræði á milli þess sem J. Tati sýnir skoplegu hliðar bíleigenda. Myndin er frá árinu1971 svo það er nóg af eldri bílum í henni. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og meðlæti kr. 500. [16.01]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Davíð Pétursson, lést þann 09, janúar. Davíð var búinn að vera í klúbbnum í nokkur ár og var hann og Kristjana, kona hans, dugleg að mæta í ferðir. Fyrst á Y 401 (1956 Ford Victoria) og síðan bættist við Y 501 (1966 Ford Bronco). Davíð mætti einnig mikið í félagsheimilið og átti auðvelt með að blandast inn í allar umræður. Jarðarförin verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23. janúar kl. 13. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [14.01]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 11. janúar

Sýnum næstu 4 þætti úr seríunni “Wheels That Fail”, sem eru klippur úr umferðinni, mistök, árekstrar, furðutæki o. fl. í gamansömum tón. Síðustu þáttum var vel tekið og mikið hlegið. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [05.12]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Gunnar Þórmundsson, lést þann 01, janúar. Gunnar var einnig félagi í BKS Selfossi og var vel virkur þar og var þá um leið mikið með okkur í kringum uppsetningu landsmóta. Jarðarförin verður í Selfosskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 14. Óskað er eftir að þeir félagar sem hafa tök á að mæta á gömlum eðalvögnum geri það og bílunum verður stillt upp í röð. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [10.01]jsl


Myndakvöld í Borgarnesi 10. janúar

Þriðjudaginn 10. jan. verða sýndar tvær myndir um könnun á vöðum í Tungnaá sem forðum var mikill farartálmi. Sýningartími er rúmur klukkutími. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [17.12]jgg

Google
WWW Leita á fornbill.isSækja dagatal FBÍ


Fyrir Android

Ertu ekki að fá póst eða e-mail frá okkur?
Ef ekki smelltu þá hér.

Félagsheimili FBÍ er
Hlíðasmára 9, 3. hæð.
Opið er á milli 20.30 og 23.

Dagskrá er á miðvikudagskvöldum
eða eftir annari auglýstri dagskrá.

Kt: 490579-0369
Banki 0135-26-
reikn. 000530 v/númera
reikn. 000929 v/árgjalds


Sími FBÍ er 571 4011
miðvikudaga 21 - 23.
Varahlutasala 660 1763.

Utan þess tíma er hægt að ná í formann FBÍ í 895 8195
á virkum dögum milli 11-17.


Bílageymslur og
varahlutalager Esjumel 1.

Vetrartími
sunnudaga kl. 13 - 15,

Sumartími
fimmtudaga kl. 20 - 22
lokað í desember, sjá nánar á Dagatali með lokanir.

Sími 660 1763
Skype: geymslur.fbi


Samstarfsklúbbar

Skeljungur

Samstarfsaðili FBÍ
Sækja um viðskiptakort
Sjá nánar um kjör hér