Forsíða - Fréttir

English Share/Bookmark fornbill.is á youtube
Dagskrá er alltaf sett inn á þriðjudögum eða degi á undan viðburði,
aðrar fréttir eftir því sem þær berast.
Bílaskrá uppfærð þann 16-12-2016   Sendu okkur ábendingu um frétt


Mynd með frétt
Þorrablót 11. febrúar

Þorrablótið 2017 verður haldið laugardaginn 11. febrúar. Verð með mat er kr. 5.000 (fyrir félaga) og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Eins og í fyrra þá verður blótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Þar er hægt að hafa fleiri í sæti, þar sem síðustu þorrablót hafa verið að stækka. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [19.01]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 18. janúar

Á dagskrá er myndin TRAFIC, eftir J. Tati, þar sem Monsier Hulot tekur að sér að flytja bíl til sýngarhallar, en á leiðinni verða auðvitað ýmis vandræði á milli þess sem J. Tati sýnir skoplegu hliðar bíleigenda. Myndin er frá árinu1971 svo það er nóg af eldri bílum í henni. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og meðlæti kr. 500. [16.01]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Davíð Pétursson, lést þann 09, janúar. Davíð var búinn að vera í klúbbnum í nokkur ár og var hann og Kristjana, kona hans, dugleg að mæta í ferðir. Fyrst á Y 401 (1956 Ford Victoria) og síðan bættist við Y 501 (1966 Ford Bronco). Davíð mætti einnig mikið í félagsheimilið og átti auðvelt með að blandast inn í allar umræður. Jarðarförin verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23. janúar kl. 13. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [14.01]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 11. janúar

Sýnum næstu 4 þætti úr seríunni “Wheels That Fail”, sem eru klippur úr umferðinni, mistök, árekstrar, furðutæki o. fl. í gamansömum tón. Síðustu þáttum var vel tekið og mikið hlegið. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [05.12]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Gunnar Þórmundsson, lést þann 01, janúar. Gunnar var einnig félagi í BKS Selfossi og var vel virkur þar og var þá um leið mikið með okkur í kringum uppsetningu landsmóta. Jarðarförin verður í Selfosskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 14. Óskað er eftir að þeir félagar sem hafa tök á að mæta á gömlum eðalvögnum geri það og bílunum verður stillt upp í röð. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [10.01]jsl


Myndakvöld í Borgarnesi 10. janúar

Þriðjudaginn 10. jan. verða sýndar tvær myndir um könnun á vöðum í Tungnaá sem forðum var mikill farartálmi. Sýningartími er rúmur klukkutími. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [17.12]jgg


Mynd með frétt
Bestu jólakveðjur, þökkum samveruna á líðandi fornbílaári.


Félagaskrá uppfærð

Búið er að setja inn alla nýja félaga og eins er búið að hreinsa upp "gamlar syndir" af innsendum myndum og upplýsingum um bíla. Í vetur verður unnið úr meira af myndum og skráningum bíla sem sáust í ferðum síðasta sumar. Vert er að benda á að skráin eins og allt annað starf er unnin í sjálfboðavinnu og er þar með gerð eftir því sem tími finnst.[17.12]jsl
www.fornbill.com/felagaskra/bilarfelaga/bilarfelaga.html


FBF Myndakvöld, 13. desember

Þriðjudaginn 13. des. verða sýndar tvær myndir, önnur um CHEVROLET (The Hot Ones ´55-57 CHEVY); eftirsóttir höfðingjar í dag. Hin myndin fjallar um CORVETTE sportbílinn frá GM og sögu hans sem hófst upp úr miðri síðustu öld. Ekki síður eftirsóttir bílar þó markhópurinn sé annar. Sýningartími er um 45 + 25 minútur. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [05.12]jgg


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 07. desember

Sýnum nokkra stutta þætti úr seríunni “Wheels That Fail”, klippur úr umferðinni, mistök, árekstrar, furðutæki o. fl. í gamansömum tón. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. [05.12]jsl


Heimsókn í BJB, 30. nóvember

Miðvikudagskvöldið 30. nóv. munum við mæta í fræðsluheimsókn til BJB, kl. 20, Flatahrauni 7, Hafnarfirði. BJB meðal annars flytur inn dekk sem henta undir fornbíla og verður það kynnt og líklegast einhver tilboð tengt heimsókninni. [29.11]jsl


Myndakvöld í Hlíðasmára, 23. nóvember

Sýnum seinni part af “Coltrane´s Planes & Automobiles” en þar fer leikarinn Robbie Coltrane á lifandi og skemmtilegan hátt yfir sögu véla. Í þessum parti tekur hann fyrir V8 vélina, tvígengisvélina og að lokum þotuhreyfilinn. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og með því á kr. 500. [21.11]jsl


Mynd með frétt
Gefins stólar

Erum með 10-12 stóla sem nýtast okkur ekki lengur og fást þeir gefins gegn því að sækja þá í félagsheimili Hlíðasmára 9, 3. hæð, miðvikudagskvöldið 23. nóvember á milli kl.21-23. Skiptir ekki máli hvort þú tekur einn eða fleiri, fyrstur kemur, fyrstur fær. [19.11]jsl


Myndakvöld í Hlíðasmára

Sýnum fyrri part af “Coltrane´s Planes & Automobiles” en þar fer leikarinn Robbie Coltrane á lifandi og skemmtilegan hátt yfir sögu véla. Í þessum parti tekur hann fyrir gufu- og díselvélina og “supercharger” sem gaf vélum 50% meira búst og gjörbreytti kappakstri á sínum tíma. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [07.11]jsl


FBF Myndakvöld, 08. nóvember

Þriðjudaginn 8. nóv. verða sýndar tvær myndir um sitt hvora bílategundina, en úr sömu smiðju, þ.e. General Motors eða GM. Annars vegar er um að ræða Cadillac sem er flagg(skip)bíll GM, miklir glæsivagnar og voldugir enn þann dag í dag og hins vegar Pontiac sem var næstum búið að gefa upp á bátinn í kringum 1960 en sem betur fer; GTO gerðin varð til og sló í gegn ekki sízt hjá unga fólkinu. Sýningartími hvorrar myndar er um 25 minútur. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [05.11]jsl


Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun, brons Ferðaverðlaun, silfur Ferðaverðlaun, gull Ferðaverðlaun, aukaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Myndir frá 26. október

Ferðanefnd veitti mætingarverðlaun fyrir sumarið 2016 í gærkvöldi, í heildina voru veitt 23 verðlaun í brons, silfur og gulli eftir fjölda stiga. Aukaverðlaun voru fyrir þá sem mættu í fötum í stil við árgerð síns bíls á fatadegi. Ferðanefnd var einnig með létta útskýrngu á hvernig hún starfar og vakti það kátínu.

Verðlaun á Landsmóti 2016 Ekki varð af vali eða afhendingu verðlauna á Landsmóti í sumar, aðallega vegna anna þeirra sem unnu á mótinu. Formaður og gjaldkeri fóru nýlega yfir myndir frá mótinu og völdu þá sem verðlaun fá.
Ferðaverðlaun
Flottasta uppstilling. Kristinn Sigurðsson. Á sunnudagsmorgni, eftir mikla rigningarnótt, var ljóst að Kiddi hafði skilið bílinn eftir í náttúrulegri sundlaug og auðvitað voru stígvélin hans í skottinu!!!

Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Lengst að kominn. Sjálfgefið að félagi okkar frá Þýskalandi, Andreas Schütt, fær þessi verðlaun, en hann hefur komið síðustu ár á einum af sínum bílum.

Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Fallegasti bíllinn. Hlynur Tómasson, 1952 Buick Super, bíll sem er búið að gera upp frá minnstu skrúfu.

Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Athyglisverðasti bíllinn. 1971 Citroën SM, Guðjón Jónsson. Að öðrum ólöstuðum þá er þetta bíll sem vekur athygli enda mjög framúrstefnulegur og með ýmsan búnað sem er fyrst núna að koma sem staðalbúnaður í nýjum bílum. Kemur til landsins 1974 og Guðjón er eigandi nr. 2.

Ferðaverðlaun
Athyglisverðasti gripurinn. Björn Gíslason, reyndar ekki hann sjálfur, heldur 1967 Honda CS50. Það er gaman þegar svona gripir birtast og vekja upp minningar hjá þeim sem fóru í gegnum skellinöðrutímabilið. [28.10]jsl


Viðurkenningar fyrir mætingar sumarið 2016.

Ferðanefnd mun veita þau miðvikudagskvöldið 26. október (ath. breytingu frá dagatali). Einnig mun ferðanefnd veita nokkur sérverðlaun sem verða kynnt á kvöldinu. Húsið opnar kl. 20.30 og er boðið upp á kaffi og meðlæti. Eftir verðlaunaafhendingu munu myndir frá sumrinu rúlla á tjaldinu. [25.10]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Arngrímur Marteinsson, lést þann 07. október. Arngrímur var heiðursfélagi og búinn að vera í klúbbnum frá byrjun, var með félagsnúmerið 60. Arngrímur tók virkan þátt í störfum klúbbsins fyrstu árin, en hann vann einnig mikið að byggingu bílageymslum klúbbsins og m.a. mokaði fyrir grunni á víragröfu með dragskóflu. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför Arngríms fór fram þann 21. október [23.10]jslMyndakvöld í Hlíðasmára, 12. október

Sýnd verður mynd um sögu BMW, allt frá fyrstu mótorhjólum til nýjustu bíla. Bayerische Motoren Werke AG á einnig 100 ára afmæli á þessu ári svo það er upplagt að rifja upp sögu þess. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og meðlæti á kr. 500. [10.10]jslFBF Myndakvöld, 11. október

Sýnd verður mynd um tilurð jeppans (JEEP) sem léttbyggðs fjórhjóladrifins farartækis til nota í hernaði seinni heimsstyrjaldarinnar. Sumir halda því fram að með framleiðslu þeirra hafi verið lagður grunnurinn að sigri bandamanna. Verksmiðjum FORD og WILLIS Overland var falið að framleiða jeppana fyrir Bandaríska herinn en frumherjinn Bantam var ekki talinn hafa bolmagn til þess. Við stríðslok höfðu menn komið auga á margháttað notagildi jeppans, m.a. til landbúnaðarstarfa og svo áður en langt um leið einnig sem leikfang ævintýramanna. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [09.10]jsl


Vetrartími á Esjumelnum

Vetrartími hefur tekið við á Esjumelnum og er nú aftur opið á sunnudögum kl. 13 - 15, fyrir utan 23. október sem verður lokaður. [05.10]jsl


Myndakvöld Hlíðasmára 21. september

Þetta kvöld verður sýnd blanda af vídeó og myndum (ókynnt) frá hinni árlegu bílasýningu í Birmingham en nokkrir félagar fóru að skoða hana 2015. Á þessari sýningu voru rúmlega 2000 bílar og mikið af sölubásum og er þetta lokasýning hvers árs í Bretlandi. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og með því á kr. 500. [20.09]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar Magnús Ólafsson lést þann 11. september. Magnús var búinn að vera í klúbbnum lengi og var með félagsnúmerið 1032, var kannski ekki mikið áberandi síðustu ár en mætti reglulega áður fyrr á annað hvort 1959 Austin Healey Sprite eða 1959 MGA Coupe. Minningarathöfn um Magnús verður haldin í Iðnó, mánudaginn 19. september kl. 15. [18.09]jsl


Mynd með frétt
Áttu eftir að fara með fornbílinn, eða önnur tæki, sem eiga að skoðast fyrir 1. ágúst?
Ekki fá sekt. [14.09]jsl


Grillrúntur (1), 14. september

Mæting er kl. 20 á bílastæðinu við Gróttu, Seltjarnarnesi. Eftir rúnt um höfuðborgarsvæðið mun ferðanefnd grilla pylsur fyrir þá sem mæta í rúntinn. [13.09]jslFBF Myndakvöld 13. september

Sýndar tvær myndir. Önnur fjallar um sögu Buick-bílanna sem voru hér á árum áður með veglegri bílum. Sjö-manna Bjúkkar voru tiltölulega algengir á árunum í kringum 1930 og þóttu henta vel til farþegaflutninga í árdaga þeirrar atvinnugreinar. Var það ekki sízt því að þakka að bílarnir þótti duglegir á torfærum vegum og yfir óbrúaðar ár. Það mun m.a. verið vegna þess að þeir voru með stífan driföxul (þ.e. án mismunadrifs) og höfðu því betri viðspyrnu.. Fyrir bragðið líklega svolítið óþjálir í snúningum. Hin myndin er leikin mynd (The lady and the Rocket) sem fjallar um gerð kynningarmyndar fyrir Oldsmobile 88 og Olds 98 Rocket árg. 1952; létt og rómantisk í anda sinnar tíðar. Sýning byrjar kl. 20:00, Húsið opnar kl. 19:00. [12.09]jsl


Ljósanótt (1), 3. september

Eins og síðustu ár þá tekur Fornbílaklúbburinn þátt í Ljósahátíðinni laugardaginn 3. september (misritað á dagatali), og eiga fornbílar að safnast saman milli kl. 13.30 og 14.45 á planið bak við N1 og Dominos. Um klukkan 15 hefst hópkeyrsla um bæinn (á eftir mótorhjólum) og endar á bílasýningu á túninu fyrir framan Duus hús, þar sem sýnt verður til kl. 18. ATH. Eingöngu mótorhjól og fornbílar (25 ára og eldri) fá að keyra um Hafnargötu, í þéttri röð og ÁN spóls eða annarra tafa. Sé þetta ekki virt þá fellur niður þetta akstursleyfi. Fyrir þá sem vilja verður sameiginlegt grill hjá Magnúsi og Jóhönnu að Hátúni 25 um kvöldið, en síðan verður farið í miðbæinn til að sjá flugeldasýninguna. [02.09]jsl

Tilmæli til þeirra sem taka þátt í akstri bifhjóla og fornbíla á Ljósanótt
Það er mikilfengleg sjón að sjá alla glæsilegu bílana og bifhjólin streyma í gegnum bæinn á Ljósanótt. Margir hafa haft á orði að aksturinn sé einn af hápunktum hátíðarinnar. Einn hængur hefur þó verið á viðburði þessum, þar sem einstaka ökumenn hafa stöðvað bílana eða bifhjól sín til að spjalla við gesti og gangandi. Með því hefur myndast bil milli bíla og bifhjóla, stundum hefur það gerst að gestir hátíðarinnar eru farnir að labba yfir Hafnargötuna og halda jafnvel að síðasti bíllinn eða bifhjólið sé farið hjá. Hættulegustu tilvikin eru svo þegar ökumenn hafa ,,gefið í“ til að ná öðrum bílum eða bifhjólum í röðinni. Slíkt er afar hættulegt og oft hefur ekki mátt miklu muna að slys hlytist af. Förum varlega,
Hafþór Birgisson Íþrótta- og tómstundafulltrúiKvöldrúntur (1), 31, ágúst

Kvöldrúntur í samstarfi við Volvoklúbbinn. Mæting kl 20:00 við Vörðuskóla, Skólavörðuholti. Brottför kl 20:30. Allir Volvo eigendur eru hvattir til að fjölmenna, en auðvitað allir velkomnir. Endað á miðbakkanum. [30.08]jsl


Varahlutamarkaður (1), 28. ágúst

Árlegi varahlutamarkaður klúbbsins verður núna í lok ágúst og er það helst vegna veðurs sem þetta er prufað, þar sem veður er oft orðið óútreiknanlegt um miðjan september. Að venju verða vöfflur með rjóma aðal aðdráttaraflið, en einnig verða lóðarframkvæmdir að mestu búnar eða í versta falli langt komnar. Auðvitað er upplagt líka að kíkja á lagerinn hjá okkur og sjá hvort það sé örugglega ekki eitthvað sem vantar heim í skúr. Opið er á Esjumelnum milli 13 og 16.

Auka - Wings & Wheels (1), 27. ágúst,

Laugardaginn 27. ágúst munu Flugklúbbur Mosfellsbæjar og Ferguson félagið standa fyrir hinni árlegu Wings´n Wheels hátíð á Tungubökkum, en þetta er í sjötta skiptið sem hátíðinn er haldinn. Það væri okkur í FKM og Ferguson félaginu mikill heiður ef fornbílafólk sæi sér fært að mæta til okkar og hafa bíla sína til sýnis einhverntíman á tímabilinu 12:00 til 17:00 - ATH ekki er nauðsynlegt að vera á staðnum allan tíman! Kaffi - og salernisaðstaða fyrir eigendur sýningargripa verður í klúbbhúsinu á Tungubökkum. Hægt er að fylgjast með á facebook síðu Wings´n Wheels:
https://www.facebook.com/tungubakkarwingsandwheels Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Sigurjóni Valssyni formanni FKM í síma 8584286 eða á sigurjon2011@gmail.com
[26.08]jsl


Gestir frá Þýskalandi

Hópur þjóðverja, sem eru miklir bílaáhugamenn, er í heimsókn á landinu. Þeir hafa mikinn áhuga á að hitta íslenskt fornbílafólk og berja bílaflotann okkar augum og af því tilefni eru félagar hvattir til að mæta við Höfða, Borgartúni, mánudagskvöldið 22.ágúst kl 20:00. Gestirnir eru akandi á glæsilegum Mercedes-Benz fornbílum og því skorum við á Benz eigendur að mæta á staðinn. [21.08]kss


Dagsferð/pikknikk (2), 21. ágúst

ATHUGIÐ - Fólki er bent á að hafa með sér nesti og áætlað er að borða nestið úti undir berum himni í hádeginu. Sérstakur afsl. fyrir Shell/Orkunar lykil/korthafa gildir þennan dag.

Mæting á Shell Vesturlandsvegi kl 9:30. Brottför kl 10:00. Farið um Þrengslin til Þorlákshafnar þar sem við skoðum klukkusafn Dodda Gríms Í Þorlákshöfn munum við að öllum líkindum hitta nokkra félaga, í þýskum fornbílaklúbbi, sem eru á ferð um landið á gömlum bílum, og hafa hug á að slást í för með okkur. Við förum áfram suðurströndina og að Strandarkirkju þar sem verður áð. Við borðum hádegisnesti og skoðum staðinn. Þaðan förum við í Ísólfsskála og skoðum staðinn og fjöruna. Frá Ísólfsskála förum við svokallaðan Hópneshring við Grindavík. Þar eru gömul skipsflök og viti sem vert er að skoða. Ferðinni lýkur svo í Grindavík en þaðan er frjáls heimferð. (Líklega um kl. 16. Mæting er skráð í Þorlákshöfn og aftur í Grindavík).
[18.08]jsl


Auka - Blómstrandi dagar (1), 13. ágúst

Eins og síðustu ár er óskað eftir fornbílum á þessa bæjarhátíð, laugardaginn 13. ágúst. kl. 13 og viðvera er til kl. 17. Bílum verður stillt upp á plani við íþróttahúsið við Skólamörk. Salerni og kaffiaðstaða fyrir bíleigendur verða inni í íþróttahúsinu. [11.08]jsl


Ísrúntur (1), 10. ágúst

Mæting er kl. 20 í Hlíðasmáranum og brottför er um kl. 20:30. Léttur rúntur og endað í ísbúð. Þar verður ís í boði klúbbsins. [09.08]jsl


BA-Fiskidagurinn Dalvík

BA tekur þátt í dagskrá Fiskidagsins mikla. Sýning bíla verður við höfnina frá kl. 11 til 17. Nánar á www.ba.is [04.08]jsl


Kvöldrúntur (1), 27. júlí

Mæting er kl 20 á efra planið við Holtagarða. Lagt verður af stað í léttan rúnt kl 20:30 og endað á kaffihúsi. [26.07]jsl


Heimsókn í hjúkrunarheimilið Mörk (aukastig), 23. júlí

Við fengum fyrirspurn frá dvalarheimilinu Mörk vegna áhuga þeirra sem þar eiga heima en hafa ekki tök á að fara á viðburði á okkar vegum. Að sjálfsögðu bregðumst við vel við slíkri beiðni og eru félagar hvattir til að mæta með bílana sína kl 14. við hjúkrunarheimilið Mörk, Suðurlandsbraut 66, Það verður tekið á móti okkur með vöfflukaffi og auka mætingarstig verða í boði fyrir þá sem mæta. [22.07]jsl


Kvennarúntur (1+1), 13. júlí

Árlegi kvennarúnturinn verður á dagskrá miðvikudagskvöldið 13. júlí. Mæting er kl. 20:00 við Avon, Dalvegi 16b, Kópavogi. Þar verður opið hús og sértilboð á völdum vörum í tilefni kvennarúntsins. Lagt verður af stað í rúntinn kl 20:40 og endað verður á kaffihúsi. Að venju verður kvenfólki boðið í kaffi eftir rúnt en karlar sjá um sig sjálfir! Aukamætingarstig er fyrir kvenbílstjóra. Væntanlega verður kvennarúntur á Akureyri en uppl. um hann verður hjá BA. Leiðarlýsing. [12.07]jsl


Heim í Búðardal, 09. júlí

Óskað er eftir félögum til að mæta á bílum sinum laugardaginn 9. júlí á bæjarhátíðina “Heim í Búðardal” sem verður helgina 8-10 júlí. Bílum verður lagt við félagsheimilið Dalabúð en þar verður einnig aðstaða til að setjast inn og fá kaffi. Viðvera er áætluð frá kl. 13 til 16. [08.07]jsl
Nánar á https://www.facebook.com/events/1703011949965472/


Árbæjarsafn / fatadagur (1)

Árlegur fornbíladagur í Árbæjarsafninu verður sunnudaginn 3. júlí, enda eiga gamlir bílar, gömul hús og öldruð klæði vel saman. Eru félagar hvattir til að mæta á fornbílum sínum, klæddir í stíl við aldur bíla sinna og eiga þar ánægjulegan dag innan um fögur hús og skemmtilegar sýningar, meðan að samborgararnir skoða glæsivagnana. Mæting er í safnið kl. 13 og verða bílarnir hafðir til sýnis á öllu svæðinu til kl. 17. Kaffi fyrir félaga í neðsta svarta húsinu.
[01.07]jslMyndir frá Landsmóti

Nítjánda Landsmótið var haldið um síðustu helgi og að þessu sinni var nokkuð blautara en hefur verið síðustu skipti, en ekki við öðru að búast en að lenda einstaka sinnum í rigningu þar sem félagar hafa verið einstaklega heppnir með veður á þessum mótum, Laugardagurinn var reyndar góður í heildina og voru um 180 bílar sýndir og mikið af fólki sem heimsótti okkur, aðeins minna af bílum en í fyrra en gott miðað við veður og forsetakosningar sama dag. Í heildina skemmtu félagar sér vel og ekki annað að heyra en að allir hafi verið ánægðir. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, setti mótið föstudagskvöldið eftir akstur um Selfoss, BKS bauð í kjötsúpu og skemmtileg prufa var gerð með beina útsendingu eins þáttar Suðurlands FM. Vefmyndavél frá svæðinu var einnig eins og í fyrra, en yfir 1100 heimsóknir voru inn á hana yfir helgina. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næsta Landsmót og allir sem vilja aðstoða á næsta ári hafa góðan tíma til að tilkynna sig til starfa. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu og svo stærri fyrir félaga, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. [30.06]jsl


Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót
Mótið sett

Í gærkvöldi setti Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, þrettánda Landsmótið á Selfossi. Blautara var í gærkvöldi en hefur verið venjulega, en rúmlega 70 bílar tóku þátt í akstrinum um Selfoss að mótsstað en þar bauð BKS í kjötsúpu. Ef eitthvað er þá voru fleiri mættir til gistingar heldur en oft áður á föstudagskvöldið. Spáin er betri fyrir morgundaginn og uppröðun bíla hefst kl. 9 en síðan hefst dagskrá og sýning bíla kl. 13. Suðurlands FM var með kvöldþátt sinn í beinni útsendingu frá svæðinu og skaut inn viðtölum við félaga inn á milli laga. Fyrir neðan er hægt að sjá vefmyndavél frá svæðinu. [25.06]jsl


Landsmót FBí Selfossi

Minnum á að Suðurland FM verður með útsendingu föstudagskvöldið frá svæðinu á 96,3,
93,3 í Vestmannaeyjum og Rangárvallasýslu. 97,3 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi.
Bein útsending er einnig frá svæðinu á YouTube í boði Árvirkjans.ehf.Mynd með frétt
Landsmót FBí Selfossi

Þrettánda landsmótið á Selfossi verður haldið helgina 24. – 26. júní. Helstu liðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur og keyrsla um Selfoss kl. 20:30 sem endar með mótssetningu og kjötsúpa BKS verður á sínum stað.
Suðurland FM verður með útsendingu föstudagskvöldið frá svæðinu á 96,3,
93,3 í Vestmannaeyjum og Rangárvallasýslu. 97,3 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi.
Bein útsending frá svæðinu á netinu (YouTube) verður eins og í fyrra og hefst hún á föstudaginn og stendur fram eftir degi sunnudag, slóðin verður á fornbill.is þegar nær líður.

Kl. 18.00 Mæting í hópkeyrslu austur, safnast saman á planið hjá MS Bitruhálsi 1.
Kl. 19.00 Brottför austur kl. 19 í 5-6 bíla hópum. Ekið um Þrengslaveg, framhjá Eyrarbakka til Selfoss.
Kl. 20.00 Mæting við SET fyrir þá sem eru fyrir austan.
Kl. 20.30
Mótið sett með rúnti um Selfoss að mótsstað Kl. 21.30 Landsmótið sett formlega og Bifreiðaklúbbur Suðurlands býður í kjötsúpu. Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar. Bílar sem eru skildir eftir án samráðs við mótsstjóra og eru fyrir við uppröðun verða fjarlægðir og fluttir til.

Gisting á Landsmóti 2016
Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir félaga Fornbílaklúbbsins. Daggjald á tjaldstæði er 1200 kr. á mann og 600 kr. fyrir rafmagn. Gistigjöld ber að greiða við komu hjá Gesthúsum. Í þjónustumiðstöð á tjaldsvæðinu er hægt að fá morgunverðarhlaðborð milli kl. 09:00 og 11:00 á kr. 1.500.
Eins manns herbergi = 10.000 kr nóttin, tveggja manna herbergi = 14.000 kr nóttin, 3ja - 4ja manna herbergi = 16.000 kr nóttin.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá og mótið er að finna á: www.fornbill.is og á www.facebook.com/fornbill/ Mótið er haldið í samvinnu við Árborg. Sérstakur afsl. fyrir félaga sem nota Shell/Orku kort eða lykla: 13. kr. afsl. 24. - 26. júní.

Munið að kjósa til forseta, utan kjörfundar tímanlega svo þið getið átt laugardaginn án þess að þurfa að fara langa leið á kjörstað.Hátíðarakstur (1) 17. júní

Árlegur þjóðhátíðarakstur verður föstudaginn 17. júní. Ath. Val er um tvo endastaði, við Hörpu eða Árbæjarsafn. Eins og síðustu tvö ár verður farið frá plani Háskólans í Reykjavík (Nauthólsvegi), mæting þar er kl. 11 og farið verður þaðan í lögreglufylgd um kl. 12 eða þegar lögregla kemur til að fylgja okkur. Ekið verður út Nauthólsveg, Bústaðaveg, Snorrabraut og síðan niður Laugaveg. Þeir sem vilja enda í miðbænum stilla sér upp á bílaplaninu fyrir framan Hörpu (ekið inn á seinna stóra planið), aðrir aka áfram út á Sæbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og enda í Árbæjarsafni þar sem bílum verður stillt upp til kl. 16. Kaffi verður í aðstöðunni sem við vorum með þar áður fyrr. [16.06]jslFBF Hátíðarakstur (1)

17. júni verður opnað hjá Samgöngusafninu úti í Brákarey kl. 11.00 til að taka út bíla. Athugið þó að þátttaka er ekki eingöngu bundin við fornbíla á safninu. Kl. 12.30 verður samhæfing með mótorhjólafólki fyrir akstur. Kl. 13.00 verður svo lagt af stað í hópakstur um Borgarnes. Áætlaður tími í hópaksturinn =>30 mín. Eftir það frjáls tími en fjelagar, karlar og konur, hvött til að vera á ferðinni og sýnileg í bænum. Safnbílar skili sér í hús kl. 16.30 til 17.00. Góðar þátttöku vænst, Stjórn FBF


Mynd með frétt
Bíladagar BA 15. til 18. júní

Bíladagar hefjast 15. júní með ökuleikni og að venju verður sýning 17. júní. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á www.ba.is. Afsláttur gildir þann 15. og svo 18. fyrir þá sem eru með kort eða lykil tengdum Fornbílaklúbbnum. [13.06]jsl


Sjóarinn Síkáti Grindavík, 05. júní

Fyrir þá sem vilja mæta á Sjómannahátíðina í Grindavík þá verður safnast saman kl. 12:30 á planið sem er á hægri hönd rétt áður en komið er að afleggjara að Bláa Lóninu. Ekið verður af stað rétt fyrir kl. 13 inn til Grindavíkur, viðvera þar er allavega til kl. 16. [04.06]jslMyndir frá dagsferð og fl.

Síðastliðinn laugardag var dagsferð á dagskrá og var hún með öðru sniði en venjulega þar sem teknir voru með farþegar. Komið hafði til tals að partur af söfnuði Digraneskirkju hefði áhuga á að gera meira með félögum heldur en hina árlegu bílamessu. Vissar hugmyndir voru með staði til að heimsækja svo það þótti tilvalið að slá þessu saman við dagsferð. Farið var frá Digraneskirkju um morgun og ekið um Nesjavallaleið að Úlfljótsvatni þar sem kirkjan var skoðuð. Næst var margmiðlunarsýning í Ljósafossstöð skoðuð og síðan hádegishressing í Ljósavatnsskóla. Var síðan haldið til Selfoss þar sem Selfosskirkja var skoðuð, en dagurinn endaði í Bíla- og flugvélasafni Einars. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga, einnig eru komnar inn myndir frá bílamessu 05. maí og skoðunardegi 21. maí.

Um þátttökugjald í ferðum

Í 2-3 ferðum hefur verið prufað að vera með þátttökugjald sem er þá fyrir aðgangseyri, mat, kaffi eða öðru sem þarf að greiða í ferðinni. Borið hefur á að minni staðir eiga erfitt með að afgreiða marga í einu t.d. söfn sem opna sérstaklega fyrir okkur og kannski bara með einn starfsmann eða eins og í ofangreindri ferð að aðilar sem eru utan klúbbsins eru með og vonlaust fyrir aðila á staðnum að greina á milli hver er hver. Svo einfaldast er að innheimta gjald í byrjun ferðar og síðan sér ferðanefnd um að greiða fyrir alla í einu. Þetta gjald verður aldrei hærra en það sem þarf að leggja út fyrir hvern fyrir sig. Næst þegar þetta verður notað þá verða sérstakir aðgöngu- eða afgreiðslumiðar og að sjálfsögðu er öllum frjálst að sleppa að kaupa miða og sjá um sig sjálfur, en um leið er þá ekki í boði þau sérkjör sem gilda í ferðinni. [02.06]jsl


Klúbba-hittingur, 02. júní

Stefnt er að halda stóra flotta samkomu þar sem allir klúbbarnir og bílaáhugafólk getur komið saman. Þetta verður opið fyrir alla og í sama hvaða klúbbi eða bílaáhuga fólk hefur, svo við væntanlega sjáum þarna allt frá A Ford upp í Tesla. Samkoman verður á planinu við Háskólann í Reykjavík kl. 21.30. [31.05]jsl

Kvöldrúntur (1), 01. júní

Mæting er við félagsheimilið okkar, Hlíðasmára 9, og brottför er kl. 20:30. Förinni er heitið í Sjóminjasafnið í Reykjavík þar sem við munum fá leiðsögn um safnið. Leiðarlýsing [31.05]jsl


Mynd með frétt
Dagsferð (2), 28. maí

Ferðin er sameiginlegt verkefni Fornbílaklúbbsins og Digranessafnaðar og ætlum við, félagar í fornbílaklúbbnum, að bjóða fólki með okkur í bílana. Mæting er við Digraneskirkju kl. 09:00 og brottför þaðan kl 10:00. Digranessöfnuður býður upp á létta morgunhressingu áður en lagt er af stað. Ekið verður austur Nesjavallaleið, Úlfljótsvatnskirkja og Ljósafossstöð en þar gefst fólki kostur á að skoða margmiðlunar-sýningu um virkjanir landsins. Þaðan förum við á Selfoss þar sem verður tekið á móti hópnum í safnaðarheimili Selfosssóknar. Að endingu verður Bíla- og flugvélasafn Einars El heimsótt. Áætluð heimkoma er milli 17 og 18. Þátttökugjald verður í ferðina en það er fyrir hádegismat og skoðunarferðir og verður stillt í hóf eins og hægt er. Þátttökugjald í ferðina er 2000 kr. á mann, en það er fyrir hádegismat og skoðunarferðir. Leiðarlýsing Aukaafsláttur er þennan dag fyrir Orkukort/lykilhafa, sjá mynd fyrir ofan. [25.05]jsl


Aðalfundur (1), 25. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.

Dagskrá:
1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Skýrslur helstu nefnda
4. Ársreikningur 2015 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5.  Stjórnarkjör
a)  Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
b)  Kosning tveggja varamanna til eins árs
6.  Kosning skoðunarmanna reikninga

- - - Kaffihlé - - -

7.  Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8.  Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin og leiðrétt
11. Fundi slitið

Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2016 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Mætingarstig er eingöngu fyrir mætingu bíla eldri en 25 ára.
[24.05]jsl


Skoðun fyrir utan Reykjavík

Frumherji býður uppá skoðunardag fyrir þá félaga Fornbílaklúbbsins sem búa utan höfuðborgar-svæðisins, mánudaginn 23. maí, eða fyrsta opnunardag stöðvar, ef hún er lokuð á mánudeginum. Sama gjald er á öllum stöðvum, kr. 2900, en panta þarf tíma Skoðunarmiðar á skoðunardögum. Frumherji verður með miða á öllum stöðvum, en aukamiðar verða eftir það hjá gjaldkera klúbbsins, bílageymslunefnd og krambúð. [23.05]jsl


Skoðunardagur / Rúntur (1+1), 21. maí

Hinn árlegi skoðunardagur Fornbílaklúbbsins verður laugardaginn 21. maí og vegna samvinnu við Bílaklúbb Akureyrar, Fornbílafélag Borgarfjarðar verður skoðað í Reykjavík og á Akureyri og Borgarnesi sama dag. Hjá Frumherja á Hesthálsi er opið frá kl. 09 til 13, og verður morgunkaffi í boði Frumherja og síðan verða grillaðar pylsur á meðan beðið er eftir skoðun. Þegar skoðun lýkur verður léttur rúntur um miðbæinn. Skoðunargjaldið er kr. 2900 fyrir hvern fornbíl, en það verð gildir aðeins fyrir félagsmenn FBÍ, BA FBF og BS og því er nauðsynlegt að taka gild félagsskírteini með.

BA-Skoðunardagur (1), 21. maí

Á Akureyri verður opið frá kl. 09 til 13 og að venju munu BA fólk grilla í hádeginu. Skoðunargjaldið er kr. 2900 fyrir hvern fornbíl, en það verð gildir aðeins fyrir félagsmenn FBÍ, BA FBF og BS og því er nauðsynlegt að taka gild félagsskírteini með.

FBF Skoðunardagur (1), 21. maí

Í Borgarnesi verður skoðað frá kl. 09 til 12. Skoðunargjaldið er kr. 2900 fyrir hvern fornbíl, en það verð gildir aðeins fyrir félagsmenn FBÍ, BA FBF og BS og því er nauðsynlegt að taka gild félagsskírteini með. [20.05]jsl


Ársreikningur 2015

Ársreikningur er komin á netið fyrir félaga til að kynna sér fyrir aðalfund, prentaða útgáfu er síðan hægt að fá á fundinum sjálfum þann 25.maí. [18.05]jsl


Opið á Esjumel kl. 20 til 23, föstudaginn 20. maí

Vegna skoðunardagsins 21. maí verða bílageymslur klúbbsins við Esjumel opnar föstudagskvöldið 20. maí frá klukkan 20.00 til 23.00. Þeim félögum sem hyggjast sækja bíla sína fyrir skoðun er bent á þessa tímasetningu. [18.05]jsl


Fræðslukvöld Hlíðasmára

Þetta kvöld mun Prólan ehf kynna fyrir okkur umhverfisvæn smur- og ryðvarnarefnin frá Prolan sem byggt er á Lanolin (ull af sauðfé). Þetta efni hefur víst ótrúlega fjölhæfa notkunarmöguleika fyrir nánast hvað sem. Um leið verður kynntur afsl. sem félagar fá hjá Prólan. [17.05]jslPantið tímanlega gistingu á Landsmóti 2016

Nú eru bara 37 dagar þar til Landsmótið verður sett og er upplagt að minna á að panta gistingu í húsi snemma. Verð á gistingu í húsi er:

Eins manns herbergi = 10.000 kr nóttin
Tveggja manna herbergi = 14.000 kr nóttin
3ja - 4ja manna herbergi = 16.000 kr nóttin

Hafa skal samband beint við Gesthús í síma 482 3585 eða á gesthus@gesthus.is og taka fram að pöntun sé fyrir klúbbsfélaga. [17.05]jslOpið hús hjá Steina Sím, 16. maí

Steini Sím (Aðalsteinn Símonarson) verður með opið hús að Steinhellu 1 í Hafnarfirði fyrir félaga í Fornbílaklúbbnum. Þarna verður hægt að líta augum hina ýmsu fornbíla á öllum uppgerðarstigum. Það verður boðið uppá vöfflukaffi á staðnum. Félagar eru hvattir til að taka rúntinn og mæta á sínum eðalvögnum upp úr kl. 16. [14.05]jslFBF Myndakvöld 10. maí

Sýnd verður fræðslumynd um “Moonshine Cars” en þegar mest var um ólöglegt brugg í USA þurfti að koma vörunni á milli og þá þurfti bíla sem færu hraðar en lögreglan. Var þetta einnig byrjun á “Stock Car” keppnum en úr því var síðan NASCAR. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [09.05]jslVorsýning FBF og Rafta

Fornbílafjelag Borgarfjarðar og Raftar Bifhjólafjelag Borgarfjarðar mun halda sína vorsýningu á Brákarey laugardaginn 7. maí. Væntanlega verða mörg flott hjól þarna til sýnis og svo auðvitað úrval bíla frá vesturlandinu. Sýningin er opin á milli kl. 13 og 17, ókeypis aðgangur. Frítt í göngin fyrir fornbíla þann 7.maí gegn framvísun miðans; 1x miði er ein ferð, 2x miðar fram og til baka. [05.05]jslBílamessa Digraneskirkju (1), 05. maí, ath, lokað í Hlíðasmára 04. maí

Þessi árlega óhefðbundna messa er að stækka rólega en í raun eru þetta tónleikar með smá messuívafi, enda er séra Gunnar í klúbbnum og veit vel hvað á við. Einar Clausen syngur að venju og Sólveig organisti leikur undir. Eins og fyrri ár ætlum við að hittast við kirkjuna kl. 19.30 og messa hefst kl. 20. Eftir messuna býður klúbburinn ásamt kirkjunni upp á kaffiveitingar. [02.05]jsl


2. Kvöldrúntur (1)

Annar rúntur sumars verður miðvikudags-kvöldið 27. apríl og er mæting kl. 20 við Hlíðasmárann og farið verður í stuttan rúnt kl. 20.30 og endað hjá Orka ehf, Stórhöfða 37, en þeir vilja kynna fyrir okkur starfsemi sína og vörur. [26.04]jsl


FBF Aðalfundur

Aðalfundur FBF verður haldinn 26. apríl í Samgöngusafninu í Brákarey. Fundur hefst kl. 20.00. [26.04]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar Garðar Schiöth lést þann 11. apríl. Garðar var vel þekktur í klúbbnum, enda mætti hann flest kvöld þó svo að hann væri ekki með bíl á götunni. Hann var búinn að vera aðalskoðunarmaður reikninga klúbbsins í mörg ár og fylgdist vel með innra starfi klúbbsins. Hans verður sárt saknað og vill stjórn senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför var ekki auglýst en hún hefur farið fram að viðstöddum ættingjum og nánum vinum. [23.04]jsl


1. Kvöldrúntur (1), 20. apríl

Fyrsti rúntur sumars verður miðvikudagskvöldið 20. apríl og er mæting kl. 20 á neðra planið við Perluna. farinn verður rúntur um bæinn og endað í kaffi í Hlíðasmáranum. Síðustu ár hafa ýmsir bílar verið að birtast eftir uppgerð eða yfirhalningu og verður spennandi að sjá hvað félagar hafa verið að raða saman um veturinn. [18.04]jslFBF Myndakvöld, opið 19-22

Sýnum 2 stuttar myndir um sögu Volvo og Volkswagen. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [10.04]jsl


Frá safnarakvöldi
Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld


Safnarakvöld Hlíðasmára, 30. mars.

Þetta kvöld mæta félagar með sitt “dót”, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt. Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.30, kaffi og meðlæti á kr. 500. [29.03]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Gott fræðslukvöld í gærkvöldi

Guðbrandur Benediktsson heimsótti okkur og fræddi um minjasöfn og verndun minja almennt, enda er fornbílafólk á kafi í verndun minja og sögu. [17.03]jslFræðslukvöld í Hlíðasmára, 16. mars

Að þessu sinni mun Guðbrandur Benediktsson heimsækja okkur og ræða við okkur um gildi minja og varðveislu þeirra. Guðbrandur er safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, en undir það fellur Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey. Húsið opnar kl. 20:30 og dagskrá hefst kl. 21. Kaffi og með því á kr. 500. [15.03]jslMyndakvöld Hlíðasmára, 09. mars

Sýnum 2 stuttar myndir um sögu Volvo og Volkswagen. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21, heitt á könnunni. [07.03]jslFBF Myndakvöld, 08. mars

Sýnd verður “Cars That Changed the Automobile Industry”, en þar er farið yfir þá 10 bíla sem mest hafa haft áhrif á þróun bílsins. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [07.03]jslMyndakvöld Hlíðasmára, 10. febrúar

Sýnd verður “Dráttarvélar á Íslandi, enn og aftur” en það er þáttur úr Íslenskri myndaséríu sem tekur fyrir ýmislegt sem viðkemur dráttarvélum hér á landi. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og með því á kr. 500. [09.02]jslFBF Myndakvöld, 09. febrúar

Sýnd verður “Dráttarvélar á Íslandi, enn og aftur” en það er þáttur úr Íslenskri myndaséríu sem tekur fyrir ýmislegt sem viðkemur dráttarvélum hér á landi. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [08.02]jsl


Mynd með frétt
Emeleruð númer

Hp Cars er að taka saman pöntun fyrir emeleruð númer - bæði fyrir bíla og traktora. Það koma 2 stk. af bílnúmerunum en 1 stk. af traktorsnúmerunum. Þeir hafa verið að láta gera prufur sem hafa fengið góðar viðtökur. Verðið hefur verið kr. 35.000,- fyrir bílnúmerin og kr. 15.000,- fyrir traktorsnúmerið. Þar sem stafagerðin er ekki til þarf að teikna númerin upp áður en þau eru send út til emeleringar - allt ferlið tekur því ca 2,5 - 3 mán. Best er að stækka myndina til að sjá þetta betur. Þeir sem hafa áhuga á að láta útbúa númer fyrir sig er velkomið að hafa samband á e-mail: vsh@hpcars.is eða í 897 8550. [05.02]jsl


Þorrablót FBÍ, 06. febrúar

Enn eru til nokkrir miðar á þorrablótið en salurinn getur rúmað 140. Miðaverð með mat og skemmtiatriðum er kr. 4.000. Einnig er hægt að mæta eftir mat (kl. 21) til að sjá skemmtiatriði og er miðaverð þá kr. 2.000 (greitt við hurð). Ekki þarf að greiða fyrir aðgang eftir kl. 22.30 vilji einhver hitta félaga eftir skemmtun. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst tímanlega kl. 20, hljómsveit klúbbsins leikur fyrir dansi milli 23-01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. [01.02]jsl


Þorrablót FBÍ, 06. febrúar

Minnum á þorrablótið 2016, enn eru til miðar en fjöldi er þegar komin yfir 100. Verð með mat er kr. 4.000 og að venju verða skemmtiatriði. Eins og í fyrra þá verður blótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Þar er hægt að hafa fleiri í sæti þar sem síðustu þorrablót hafa verið að stækka. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir/óstaðfestir pantaðir miðar seldir. [26.01]jslGisting á Landsmóti 2016

Nú eru bara 154 dagar þar til Landsmótið verður sett og er upplagt að minna á að panta gistingu í húsi snemma. Lokað er fyrir pöntun á netinu fram til 1. mars og ganga félagar fyrir fram að því.
Verð á gistingu í húsi er:

Eins manns herbergi = 10.000 kr nóttin
Tveggja manna herbergi = 14.000 kr nóttin
3ja - 4ja manna herbergi = 16.000 kr nóttin

Hafa skal samband beint við Gesthús í síma 482 3585 eða á gesthus@gesthus.is og taka fram að pöntun sé fyrir klúbbsfélaga, annars er hætt við að ekki sé tekið við henni fram að 1. mars. [21.01]jsl
Um bíla og álfa

Það er heiti greinar sem Kenneth Vogel skrifaði um ferð sína um Ísland, en hann ásamt félaga sínum heimsótti okkur síðasta sumar og voru þeir auðvitað teknir á rúntinn. Greinin var að birtast í blaði MG klúbbs í Washington. [18.01]jsl


Þorrablót FBÍ, 06. febrúar

Þorrablótið 2016 verður haldið laugardaginn 06. febrúar. Verð með mat er kr. 4.000 og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Eins og í fyrra þá verður blótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Þar er hægt að hafa fleiri í sæti þar sem síðustu þorrablót hafa verið að stækka. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [15.01]jslFBF Myndakvöld, 12. janúar

Sýnd verður mynd um sögu Land Rover. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [11.01]jsl


Lokað 6. janúar í Hlíðasmára

Lokað verður í Hlíðasmáranum þann 6. janúar (þrettándi). [04.01]jslAndlát
Kristján Jónsson, betur þekktur sem Stjáni Meik, lést mánudaginn 28. desember á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum. Kristján var einn af stofnendum klúbbsins og í raun driffjöðurin í stofnun hans 1977. Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju 15. janúar kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarreikning Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma: 0515-26-24303 kt. 580690-2389.
Hér er hægt að sjá viðtal við Kristján frá árinu 1992 [04.01]jslMynd með frétt
Bestu jólakveðjur og óskir um gleðilegt nýtt fornbílaár.
Fornbílaklúbbur Íslands
Myndakvöld Hlíðasmára

Á síðasta kvöldi ársins í Hlíðasmáranum sýnum við grínmyndina The Money Pit, en þar segir frá ungu pari sem kaupir sér draumahúsið en ekki er allt sem sýnist og “smáverkin” sem þurfti að gera verða stærri og stærri. Með Tom Hanks og Shelley Long. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Piparkökur og auðvitað heitt á könnunni. [08.12]jslFBF Myndakvöld, frestað til 15. desember

Willy´s, Jeep, Ford allt var þetta byggt á sama grunninum og ekki spurning að þessi jeppi hafði áhrif á gang seinni heimsstyrjaldar og síðan sem landbúnaðartæki eftir stríðið. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [07.12]jsl

Google
WWW Leita á fornbill.isSækja dagatal FBÍ


Fyrir Android

Ertu ekki að fá póst eða e-mail frá okkur?
Ef ekki smelltu þá hér.

Félagsheimili FBÍ er
Hlíðasmára 9, 3. hæð.
Opið er á milli 20.30 og 23.

Dagskrá er á miðvikudagskvöldum
eða eftir annari auglýstri dagskrá.

Kt: 490579-0369
Banki 0135-26-
reikn. 000530 v/númera
reikn. 000929 v/árgjalds


Sími FBÍ er 571 4011
miðvikudaga 21 - 23.
Varahlutasala 660 1763.

Utan þess tíma er hægt að ná í formann FBÍ í 895 8195
á virkum dögum milli 11-17.


Bílageymslur og
varahlutalager Esjumel 1.

Vetrartími
sunnudaga kl. 13 - 15,

Sumartími
fimmtudaga kl. 20 - 22
lokað í desember, sjá nánar á Dagatali með lokanir.

Sími 660 1763
Skype: geymslur.fbi


Samstarfsklúbbar

Skeljungur

Samstarfsaðili FBÍ
Sækja um viðskiptakort
Sjá nánar um kjör hér